Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Staða nautakjötsframleiðslu
Á faglegum nótum 8. desember 2023

Staða nautakjötsframleiðslu

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins gaf nýlega út skýrslu um afkomu í nautakjötsframleiðslu þar sem farið er yfir rekstrarniðurstöðu úrtaks af 30 nautgripabýlum og þau greind ítarlega.

Í úrtakinu eru 16 býli með holdanaut og 14 með íslensk naut. Niðurstaða skýrslunnar er í meginatriðum svört, afkoma býlanna vægast sagt slæm og útlit fyrir að 2023 endi enn verr.

Ein af áhugaverðustu niðurstöðum skýrslunnar er takmarkaður munur á afurðum holdanauta býlanna og þeirra sem ekki hafa holdanaut.

Yfir öll árin sem rýnt er í skilar nautakjötsframleiðsla tapi. Árið 2019 var tapið á hvert framleitt kíló 541 króna, rúmlega þriðjungur af framleiðslukostnaði. Árið 2022 var tapið komið niður í 311 krónur á kíló, þá orðið 18% af framleiðslukostaði.

Samkvæmt afkomuspá fyrir árið 2023 telur RML að tap af hverju framleiddu kg hafi verið 525 krónur á þessu ári og munar þá mest um hækkandi fjármagnskostnað á milli ára. Þetta erfiða rekstrarumhverfi hefur valdið því að samdráttur hefur orðið í nautakjötsframleiðslu á tíma þegar fólksfjölgun á landinu hefur ýtt eftirspurn eftir mat upp í hæstu hæðir. Árið 2021 og 2022 stóð framleitt magn af nautakjöti nánast í stað en í ár stefnir í samdrátt. Veldur þetta því að framboð íslensks nautakjöts á hverja manneskju á Íslandi (íbúar og ferðamenn) hefur á tveimur árum fallið úr 12,8 kg niður í 10,8 kg. Er þetta að einhverju leyti eðlileg þróun. Framleiðsluferill nautakjöts er langur og sveiflur í eftirspurn hafa verið miklar.

Því er viðbúið að skortur verði á nautakjöti þegar eftirspurn rýkur upp með skömmum fyrirvara.

Magnið sem vantar upp á er þá flutt inn erlendis frá, oft á háu verði. Það sem af er árinu 2023 hefur íslensk framleiðsla staðið undir 70% af nautakjötsframboði á Íslandi og innflutningur 30%. Það er töluvert frávik frá meðaltali síðustu 12 ára. Á því tímabili hefur markaðshlutdeild íslensks nautakjöts verið rúmlega 78% og haldist nokkuð stöðugt. Nú þegar eftirspurn er þegar orðin svona mikil og framboð dregist saman jafnmikið og raun ber vitni verður áhugavert að fylgjast með þróun framleiðslu og markaðshlutdeildar.

Miðað við rekstrarniðurstöðuna sem kemur fram í skýrslu RML og núverandi vaxtastig eru hvatar nautakjötsframleiðenda til að auka framleiðslu líklega takmarkaðir. En aukin eftirspurn gæti þó orðið til þess að ýta upp afurðaverði og bæta þar með rekstrarumhverfi nautakjötsframleiðslu hér á landi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...