Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Vigdís Häsler hefur látið af störfum eftir þriggja ára ötult starf.
Mynd / ál
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Staðan verður auglýst innan skamms.

Vigdís er lögmaður og hóf störf sem framkvæmdastjóri BÍ í febrúar 2021. Tók hún við af Sigurði Eyþórssyni. Hún tilkynnti um starfslokin á Facebook-síðu sinni 8. apríl og kvað starfið hafa verið skemmtilegt og gefandi og hún komið að mörgum krefjandi verkefnum í því, stórum sem smáum.

„Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun,“ skrifaði Vigdís. Hún sagði almenna umræðu um landbúnað sem hluta af mikilvægum innviðum og fæðuöryggi hafa stóraukist.

„Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár,“ skrifaði Vigdís og sagðist skilja stolt við starfið. Bændasamtökin væru orðin að sterku hagsmunaafli sem ynni í þágu bænda. Sem fyrr segir verður staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst á næstunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...