Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
SS stækkar við sig
Fréttir 29. ágúst 2025

SS stækkar við sig

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirhugað er að byggja nýja afurðastöð vestan og norðan við núverandi sláturhús SS en gert er ráð fyrir að stækkunin geti orðið allt að 6.000 m2, þar sem 2000-2500 m2 verða byggðir í fyrsta áfanga.

„Það er verið að undirbúa byggingu á nýju stórgripasláturhúsi með möguleika á að byggja síðar við sauðfjárlínu.Verkið er í vinnslu. Það liggur ekki fyrir kostnaðaráætlun, tímaáætlun eða þess háttar. Við eigum stóra lóð á Selfossi og það sem fer í þessa byggingu nýtir einnig annað sem er á lóðinni,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS, aðspurður um fyrirhugaðar framkvæmdir á Selfossi.

Skipulagsnefnd Árborgar tók nýlega fyrir erindi frá Landform á Selfossi fyrir hönd Sláturfélags Suðurlands þar sem lögð var fram skipulagslýsing, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Árborgar 2020–2036, ásamt nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarlóð í landi Fossness. Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja framlagða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við skipulagslög.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...