Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sprotinn - jarðræktarráðgjöf RML
Á faglegum nótum 28. mars 2018

Sprotinn - jarðræktarráðgjöf RML

Höfundur: Sigurður Jarlsson Ráðunautur í jarðrækt
Ráðgjafarmiðstöð land-búnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Í fyrra tóku rúmlega 40 býli þátt. 
 
Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann. 
 
Helsta markmið Sprotans eru að bæta nýtingu áburðarefna við framleiðslu á heimafengnu fóðri. Í þeirri vegferð er byrjað á því að aðstoða og leiðbeina bændum við skráningu jarðræktarupplýsinga í jörð.is og gæta þess að túnkortum sé rétt viðhaldið. Þessar skráningar eru mikilvægar til þess að halda utan um sögu ræktarlands en einnig vegna þess að þær eru notaðar til þess að sækja um ræktunarstyrki og landgreiðslur.
Á bújörðum þar sem jarðvegssýni hafa ekki verið tekin nýlega er lögð áhersla á að slíkt sé gert til þess að fá sýn yfir ástand ræktarlands.
 
Áburðaráætlun 
 
Áburðaráætlun er unnin í kjölfarið þar sem notaðar eru upplýsingar sem safnað er í verkefninu. Þegar skráning á áburðarnotkun og uppskeru er orðin markviss gefst kostur á að gera greiningu þar sem þessir þættir eru bornir saman til þess að meta gæði túna með tilliti til gróffóðuröflunar.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Jarlsson hjá RML.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...