Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Mynd / MHH
Líf og starf 1. nóvember 2022

Sprækur listmálari á níræðisaldri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála myndir.

Hann hefur haldið fjölmargar sýningar í gegnum árin enda komin vel á níræðisaldur. Hann er með glæsilega sýningu núna í Listasafninu á Akureyri, sem hefur vakið verðskuldaða athygli.

Sýningin hans Kristins hefur fengið mjög góða aðsókn í Listasafnið á Akureyri en hún verður uppi til janúar 2023.

„Þetta er sýning um birtuna og fjöllin og heiðina, sem sagt nánasta umhverfi mitt, sem sést þó ekki alltaf mjög greinilega en er þar samt. Ég vinn öll verkin mín á vinnustofunni minni, sem er í gamla bænum á Akureyri. Ég hélt fyrstu sýninguna mína 1954 og hef verið að alveg síðan,“ segir Kristinn og hlær. Sýningar hans hafa fengið góðar viðtökur, ekki síst sýningin núna í Listasafninu. „Ég er þakklátur ef einhver kann að meta verkin mín, um það snýst þetta. Myndirnar á þessari sýningu eru ekki til sölu en málarinn er alltaf til viðtals,“ bætir Kristinn við og glottir við tönn.

Skylt efni: myndlist

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...