Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nýstofnað fagráð geitfjárræktar hefur það hlutverk að efla geitfjárrækt og koma geitastofninum þannig úr útrýmingarhættu. Hér sjást stásslegar geitur á Lynghóli í Skriðdal.
Nýstofnað fagráð geitfjárræktar hefur það hlutverk að efla geitfjárrækt og koma geitastofninum þannig úr útrýmingarhættu. Hér sjást stásslegar geitur á Lynghóli í Skriðdal.
Mynd / sá
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðla að verndun íslenska geitfjárstofnsins sem er í útrýmingarhættu.

Að sögn Hákonar Bjarka Harðarsonar, formanns deildar geitabænda innan Bændasamtaka Íslands, er nýtt fagráð geitfjárræktar hugsað til að ná saman öllum þeim aðilum sem koma að því verkefni að standa vörð um íslensku geitina.

Í fagráðinu sitja þrír geitabændur, einn aðili frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og einn frá Agrogen, erfðanefnd landbúnaðarins. Hákon segir að fram til þessa hafi þessir aðilar unnið dálítið hver í sínu horni og nauðsynlegt að ná þeim saman.

„Stjórn geitabænda BÍ samþykkti á stjórnarfundi í apríl verklagsreglur og hlutverk fagráðs. Helstu þættir sem unnið verður að er að stuðla að eflingu geitfjárræktar í landinu og þar með koma geitastofninum úr útrýmingarhættu. Sporna á gegn aukinni skyldleikarækt innan stofnsins. Skilgreina þarf ræktunarmarkmið svo að geitastofninn öðlist hlutverk sem framleiðslukyn, sem er megin forsenda þess að verndun skili árangri. Þá þarf að setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins, ná utan um skráningu geitastofnsins í skýrsluhaldskerfinu Heiðrúnu, og síðast en ekki síst, móta stefnu með ríkinu um verndun stofnsins,“ segir Hákon.

Hann segist jafnframt telja eðlilegt að fagráðið komi að einhverju leyti að rekstri hafrastöðvarinnar á Hvanneyri.

Fyrirhugað er að fyrsti fundur fagráðsins verði með haustinu.

Skylt efni: geitfjárrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...