Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Inngangurinn að frægeymslunni á Svalbarða. Myndir / www.croptrust.org.
Inngangurinn að frægeymslunni á Svalbarða. Myndir / www.croptrust.org.
Fréttir 27. febrúar 2020

Spírunarhæfni fræja eftir 30 ár í sífrera

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðal tilrauna sem gerðar eru við Norræna fræ­bankann á Svalbarða er að kanna lifun fræja og plöntusjúkdóma í geymslunni.

Tilraunin, sem hugsuð er til hundrað ára, felst í því að fræ eru geymd í gámi við -18° á Celsíus í gamalli kolanámu og spírunarhæfni þeirra athuguð á nokkurra ára fresti.

NorGen sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem er sagt frá niðurstöðum spírunarmælinga síðustu 30 ár.

Frægeymsla á Svalbarða er inni í fjalli og í sífrera.

Fræjunum var komið fyrir í námunni árið 1986. Fyrstu 20 árin voru teknar stikkprufur á tveggja og hálfs árs fresti og spírunargeta þeirra prófuð, auk þess sem lifun plöntusjúkdóma sem berast með fræjum var athuguð. Að 20 árum liðnum í geymslunni var farið að athuga fræin á 5 ára fresti og mun það vera gert í 80 ár.

17 mismunandi tegundir

Fræjunum var við upphaf tilraun­arinnar skipt í 41 hluta með 17 mismunandi tegundum og tveimur til af ólíkum yrkjum af norrænum nytjaplöntum í landbúnaði og garðyrkju. Auk þess sem hluti fræjanna var náttúrulega smitaður af 11 ólíkum plöntusjúkdómum.

Niðurstaða spírunartilrauna sýna að sjö af níu tegundum sýna 90% spírun eftir 30 ár í sífrera. Spírun hjá rauðrófum (Beta vulgaris), lauk, (Allium cepa), agúrku (Cucumis sativus) og vallarsveiggrass (Poa pratensis) var milli 97 og 99%. Spírunarhæfni byggs (Hordeum vulgare) reyndist vera 89% og hveitis (Triticum aestivum) 79%. Sú tegund sem sýndi minnsta spírunarhæfni er rúgur (Secale cereale), eða 49%.

Plöntusjúkdómar lífseigir

Meðaltals heildarspírun hefur minnkað úr 87,2% i 76,9% á þeim 30 árum sem tilraunin heftur staðið yfir.

Athugun á lifun plöntusjúkdóma sýnir að allir sjúkdómarnir hafa lifað frostið af síðustu 30 ár og styrkur þeirra svipaður frá upphafi til síðustu mælinga.

Til stendur að auka umfang tilraunarinnar, fjölga tegundum sem prófaðar verða og lengja geymslutíma þeirra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f