Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini
Mynd / Erling Ólafsson
Fréttir 18. júlí 2014

Spánarsniglar eiga sér fáa náttúrulega óvini

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að spánarsnigill hafi borist til Íslands skömmu eftir 2000 og hefur hann fundist víða um landið og í öllum lands­hlutum síðan þá. Spánarsniglar eru frekir til fæðu og éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir, skraut­jurtir, hræ smádýra eða hunda- og kattaskítur.

Spánarsniglar eru rauðir, rauðgulir eða rauðbrúnir á litinn og kuðungalausir og geta orðið allt að 15 sentímetra langir. Tegundin er talin upprunnin í Suðvestur-Evrópu, en þaðan fór hún að berast norður á bóginn af mannavöldum skömmu eftir 1960.

Loftslag er þurrt á upphaflegum heimaslóðum snigilsins og vegna þess er hann tiltölulega meinlaus þar. Hann dafnar aftur á móti vel í röku loftslagi Norður-Evrópu og er víðast litið á hann sem meindýr og skaðvald þar sem hann nær fótfestu. Spánarsniglar gefa frá sér gult slím og eiga sér fáa náttúrulega óvini.

Frjóvga sig sjálfir
Spánarsniglar eru tvíkynja og geta frjóvgað sjálfa sig eða aðra spánarsnigla þegar tveir hittast. Eftir að spánarsnigill klekst úr eggi tekur það hann um fimm vikur að verða kynþroska og verpa tugum, jafnvel hundruðum, eggja sem klekjast út á þremur til fimm vikum eftir hitastigi.

Lifa veturinn af
Spánarsniglar grafa sig í jörð á haustin og liggja í dvala yfir veturinn og lifa af hér á landi sé frost í jörð ekki mikið. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...