Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslendingar eru ekki stórtækir í framleiðslu á korni á heimvísu. Eigi að síður hefur íslenskum bændum af eljusemi tekist áratugum saman að framleiða hér ýmsar tegundir af korni, m.a. bygg, hveiti og hafra. Hér er Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, að losa úr þreskivél á vagn.
Íslendingar eru ekki stórtækir í framleiðslu á korni á heimvísu. Eigi að síður hefur íslenskum bændum af eljusemi tekist áratugum saman að framleiða hér ýmsar tegundir af korni, m.a. bygg, hveiti og hafra. Hér er Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, að losa úr þreskivél á vagn.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. janúar 2021

Spáð er 781 milljón tonna hveitiframleiðslu á þessu ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt spá Efnahagssam­vinnu og þróunar­stofnunarinnar (OECD) og Matvæla- og land­bún­aðar­stofn­unar Sameinuðu þjóð­anna (FAO), þá mun korn­fram­leiðsla í heiminum aukast á árinu 2021 miðað við síðasta ár og fara í tæplega 781 milljón tonna. OECD og FAO gera ráð fyrir að hveitiframleiðslan haldi áfram að aukast á næstu árum og ný framleiðslu­met verði slegin á hverju ári. Þannig fari hveitiframleiðslan í heiminum yfir 800 milljón tonn árið 2024 og verði komin í 838 milljónir tonna árið 2028. Er þetta þvert á spár á undanförnum árum um að samdráttur verði í hveitiframleiðslu og annarri kornrækt vegna hlýnunar jarðar.

Um 60 milljónir tonna af korni eru notuð í bruggun á bjór og víni í heiminum árlega. Hér er Hákon Hermannsson í brugghúsinu Dokkunni á Ísafirði að huga að sinni bjórframleiðslu.

ESB-löndin og Kína framleiða mest af hveiti

Mestu hveitiframleiðsluþjóðir heimsins á síðasta ári, samkvæmt áætluðum tölum á vefsíðu World Agriculture Prodution, voru ESB-þjóðirnar samanlagt með um 143 milljónir tonna. Þá kom Kína með um 135 milljónir tonna, Indland með um 103 milljónir tonna, Rússland með um 77 milljónir tonna, Bandaríkin með tæplega 51 milljón tonna, Kanada með um 34 milljónir tonna, Úkraína með um 28 milljónir tonna og Pakistan var með rúmlega 26 milljónir tonna, Ástralía með um 24 milljónir tonna og Argentína var í tíunda sæti með um 21 milljón tonna.

Spáð um 1,2 milljarða tonna maísframleiðslu í ár

Framleiðsla á öðrum korntegundum hefur einnig verið að aukast og er þar líka búist við áframhaldandi framleiðsluaukningu. Þannig fór framleiðsla á maís í fyrsta sinn yfir einn milljarð tonna á árinu 2013 og verður samkvæmt spám tæplega 1,185 milljarðar tonna á árinu 2021. Er því spáð af OECD og FAO að maísframleiðsla heimsins verði orðin yfir 1,3 milljarðar tonna árið 2028.

Um 304 milljónir tonna af öðru grófu korni

Framleiðsla á „öðru grófu korni“, sem svo er skilgreint í tölum OECD og FAO, nam tæplega 301 milljón tonna á árinu 2020. Er því spáð að framleiðsla á slíku korni muni fara í rúmlega 304 milljónir tonna á yfirstandandi ári.

Korn maltað fyrir framleiðslu á viskíi. Mynd / Whisky Intelligence

Um 60 milljónir tonna af korni fer í vín- og bjórgerð

Framleiðsla á þurrkuðu korni til vín- og bjórgerðar hefur stóraukist, en það er sérstaklega skilgreint í tölum OECD og FAO fyrir utan aðra kornframleiðslu. Þannig var framleiðslan á slíku korni í nærri 59,9 milljónir tonna á síðasta ári og fer yfir 60 milljónir tonna á árinu 2021.

Um 538 milljónir tonna af hrísgrjónum

Hrísgrjónaframleiðsla heimsins nam rúmlega 532 milljónum tonna á árinu 2020 samkvæmt áætluðum tölum. Er því nú spáð að hrísgrjónaframleiðslan fari í tæplega 538 milljón tonn á árinu 2021. Ræktun og framleiðsla á hrísgrjónum hefur verið að aukast jafnt og þétt á liðnum árum og mun halda áfram að aukast samkvæmt spám. Hrísgrjónaframleiðsla heims­ins mun samkvæmt spám fara yfir 578 milljónir tonna árið 2028. /HKr.

Skylt efni: hveiti | hveitiframleiðsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f