Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sögur af Jökuldalnum og stökur Hjálmars
Líf og starf 13. október 2022

Sögur af Jökuldalnum og stökur Hjálmars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér tvær bækur. Líkið er fundið er samtíningur af sögnum af Jökuldalnum en Stundum verða til stökur er safn af stökum Hjálmars Jónssonar.

Líkið er fundið er sagnasamtíningur af Jökuldalnum, eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Í bókinni kennir margra grasa og þar er meðal annars sagt frá flutningi með lík, auglýsingu eftir ráðskonu, kúm í kirkju og nýju faðirvori og Hákon Aðalasteinsson fer á kostum í sögunni Líkið er fundið.
Í stundum verða til stökur rekur séra Hjálmar Jónsson sig fram um ævina í kveðskap, skemmtileg atvik og viðburðir verða ljóslifandi, samferðamenn eru kallaðir til leiks og gáskafull skeytin fljúga í allar áttir. Auk þess er þarna að finna sálma og skírnar- og minningarljóð. Rauði þráðurinn er þó alltaf hjartahlýjan og húmorinn.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...