Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. september 2022

Sósufjölskylda á Djúpavogi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjónin William Óðinn LeFever og Gréta Mjöll Samúelsdóttur búa á Djúpavogi og framleiða þar sterkar sósur í nafni fyrirtækisins LeFever Sauce co.

Framleiðsla þeirra hófst árið 2018 á einni sósu með ákveðinni bragðtegund en í dag eru sósurnar orðnar fimm sem heita Bera, Dreki, Alvör, Jaxl og Skass. Þær eru m.a. seldar í verslunum Krónunnar og völdum verslunum Hagkaups.

„Það gengur bara ofboðslega vel hjá okkur og brjálað að gera. William Óðinn var bara einn í þessu til að byrja með því ég starfaði sem atvinnu- og menningarfulltrúi Djúpavogs en nú er ég búin að segja upp þeirri vinnu og er komin á fullt með manninum mínum í sósurnar,“ segir Gréta Mjöll.

Þau eru einnig að framleiða tvær aðrar vörur í krukkum, Pikklað chili og Lefever sinnep, sem er gert úr kryddleginum sem fellur til við gerð Dreka. „Það er frábært að vera með fyrirtæki eins og okkar á Djúpavogi. Hér eru allir í sama liði og vörurnar okkar eru komnar víða á veitingastaði á staðnum og á stöðum í næsta nágrenni. Við eigum örugglega eftir að setja fleiri vörur á markað, það er alltaf eitthvað nýtt í pípunum,“ segir Gréta Mjöll.

Skylt efni: matvælaframleiðsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f