Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Fréttir 20. júlí 2016

Sóttvarnalæknir vill takmarka innflutning á búvörum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórólfur Guðnason sóttvarna­læknir hefur sent Alþingi athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um staðfest­ingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ekkert er fjallað um heilbrigðismál í tollalögunum.

Í athugasemdum sínum segir Þórólfur að rétt sé að vekja athygli á að samkvæmt sóttvarnalögum beri sóttvarnalæknir ábyrgð á opinberum sóttvörnum hér á landi undir yfirstjórn ráðherra og er heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.

Á Íslandi hefur tíðni matarborinna sýkinga hjá mönnum og sýklalyfjaónæmi verið umtalsvert minna en í flestum nágrannalöndum. Með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum, einkum alifuglakjöti, er hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi sem og útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería.

Ekkert fjallað um heilbrigðismál

Í þingsályktunartillögu þeirri sem hér er til umfjöllunar er einungis fjallað um tolla og tollkvóta á landbúnaðarvörur til og frá Íslandi en ekkert beinlínis um heilbrigðismál sem snerta innflutning á ferskum landbúnaðarvörum.

Engu að síður er rétt að vekja athygli á því að aukinn innflutningur á ferskum landbúnaðarvörum hingað til lands getur haft í för með sér ákveðin heilbrigðisvandamál sem íslensk yfirvöld þurfa að vera meðvituð um og tilbúin að bregðast við.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur mikil heilbrigðisógn

Samkvæmt áliti Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar og Sóttvarna­stofnunar Evrópu­sambandsins þá er útbreiðsla ýmissa sýkla og sýklalyfjaónæmra baktería ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum í heiminum í dag.

Margir þættir stuðla að útbreiðslu sýkla, sýklalyfjanæmra og -ónæmra, en einn þeirra er dreifing með ferskum matvælum, einkum fersku alifuglakjöti eins og bent er á í nýlegri ­skýrslu á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Sóttvarnalæknir telur því mikilvægt að samningur Íslands við Evrópusambandið um viðskipti með ferskar matvörur taki mið af ofangreindum áhættum og að í honum verði sett ákvæði sem gefi Íslandi möguleika á að takmarka innflutning á vörum sem sýnt þykir að auka muni ógn við almennt heilbrigði hér á landi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f