Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sótspor gæludýra
Fréttir 22. júní 2018

Sótspor gæludýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Því hefur verið haldið fram að besta leiðin til að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum sé að hætta að borða kjöt. Næstbest er að eiga ekki gæludýr og þar á eftir að eiga ekki börn þar sem sótspor alls þessa er mikið.

Gæludýr, eins og hundar og kettir, éta mikið og megnið af fóðri þeirra er kjöt eða kjötafurðir. Talið er að á Bretlandseyjum einum séu um átta milljón hundar og átta milljón  kettir auk annarra gæludýra eins og kanínur, eðlur, fuglar og fiskar sem öll þurfa fóður. Dýrin éta mikið og þau skila einnig af sér hundruð þúsunda tonna af lífrænum úrgangi sem þarf að farga.

Í San Fransisco-borg í Bandaríkjunum er talið að um 4% úrgangs sem fer í landfyllingu við borgina á ári hverju sé hundaskítur.

Þegar kemur að upprunasvindli er orðspor framleiðenda gæludýra­fóðurs verulega vafasamt. Margsinnis hefur komið í ljós að innihaldslýsingar á umbúðum er nánast skáldskapur. Dósir með gæludýrafóðri sem sagðar eru innihalda lamba-, nauta- eða kengúrukjöt hafa við nánari skoðun innihaldið að stórum hluta innyfli og ösku. Framleiðsla á gæludýrafóðri er einnig sögð góð leið til að losna við skemmt, úldið og því ónothæft kjöt á góðu verði.

Hversu óþægilegt sem það kann að hljóma er sótspor gæludýra stórt og ekki hægt að líta framhjá því þegar hugsað er til umhverfismála. 

Skylt efni: Sótspor | gæludúr | Umhverfismál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f