Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yfirlitsmynd af nýja ruslakerfinu í miðbæ Björgvinjar þar sem ruslið sogast með loftstraumi í þar til gerðum rörum neðanjarðar og yfir í gáma í flokkunarstöð.
Yfirlitsmynd af nýja ruslakerfinu í miðbæ Björgvinjar þar sem ruslið sogast með loftstraumi í þar til gerðum rörum neðanjarðar og yfir í gáma í flokkunarstöð.
Fréttir 13. apríl 2016

Sorp flutt neðanjarðar með sogrörum í flokkunarstöð

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Í lok síðasta árs var svokallað ruslanet tekið í notkun í nokkrum götum í miðbæ Björgvinjar í Noregi sem er einstakt á heimsvísu.
 
Það samanstendur af fjórum flokkunarstömpum sem staðsettir eru miðsvæðis í hverri götu. Ruslið sem í þá kemur sogast síðan í flokkunarstöð með hjálp loftstraums í rörum sem komið er fyrir neðanjarðar. Með þessu fyrirkomulagi heyra nú ruslatunnur við hvert hús sögunni til ásamt ruslabílum. 
 
Engar ruslatunnur, engir sorpbílar
 
„Með því að ná ruslinu neðanjarðar inn á okkar sorpstöðvar munum við hætta að sjá yfirfylltar sorptunnur úti á götum og hin hvimleiða ruslalykt mun ekki lengur angra fólk á þessum svæðum. 
 
Nýtt fyrirkomulag gefur tækifæri til að flytja allt rusl neðanjarðar í rörum með hjálp af loftstraumi í sérstaka gáma í sorpstöðvum. Gámarnir eru síðan sóttir reglulega af flutningabílum sem koma þeim yfir í efnis- og eða orkuendurvinnslustöðvar,“ útskýrir Tina Skudal, upplýsingafulltrúi sorphirðufyrirtækisins BIR, sem sér um verkefnið. 
 
Umhverfisvæn lausn til framtíðar
 
Fyrsta svæðið í verkefninu var tekið í notkun í lok síðasta árs og hefur gefið góða raun. Ávinningar af nýja kerfinu eru margir, svo sem færri meindýr, minni útblástur frá stórum ruslabílum, minni brunahætta og hreinni svæði. 
 
„Við urðum að hugsa kerfið upp á nýtt í miðbænum í Björgvin þar sem margar götur eru gamlar og þröngar og erfiðar yfirferðar fyrir sorpbíla. Nú teljum við okkur vera komin með umhverfisvæna lausn til framtíðar sem getur einnig nýst á fleiri svæðum. Þetta er margra ára ferli en við höfum grafið rör í jörðu í fleiri, fleiri ár,“ segir Tina og bendir á að sambærileg kerfi, en þó ekki að öllu leyti eins, hafa verið þróuð í borgum eins og Kaupmannahöfn, Gautaborg, Barcelona og Almere í Hollandi. 
 
Um þrjú þúsund viðskiptavinir hafa nú tengst inn á nýja sorphirðukerfið sem fer ört stækkandi og er BIR nú að vinna að því að tengja fleiri hverfi í Björgvin inn á kerfið. Viðskiptavinir fá þar til gerða lykla sem þeir nota í hvert sinn sem þeir kasta rusli í ruslastampana.
 
„Nýja ruslakerfið hefur hjálpað íbúum Björgvinjar við að flokka ruslið sitt og höfum við fengið mjög góða endurgjöf. Grínast hefur verið með það að nú sé opið allan sólarhringinn fyrir íbúa að henda ruslinu sínu. Engar aðrar borgarstjórnir í heiminum hafa tekið ákvörðun um að leggja slíkt kerfi um alla borg hjá sér og þannig lagað er ruslakerfið í Björgvin einstakt á heimsvísu.“

4 myndir:

Skylt efni: sorphirða

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f