Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tíð verið eftirsótt fæða, enda ein næringarríkasta tegund sjávarjurta sem vex hér við land. Má vænta að þeirra hafi verið neytt hérlendis frá upphafi byggðar ef marka má orð Egils Skallagrímssonar: „Slíkt gerir að er sölin étur þyrstir æ þess að meir.“

Sölvatínsla þarf að fara fram seinni hluta sumars við stórstraumsfjöru og þykja bragðbest ef hægt er að þurrka þau á sléttum klöppum böðuð sólskini, en svo segir í viðtali við hjónin Hrafnkel Karlsson og Sigríði Gestsdóttur í tímaritinu Frey árið 1988. Hrafnkell segir skerið Hásteinasker fylgja jörðinni þeirra, Hrauni í Ölfusi, en þar hefur farið fram sölvatekja frá aldaöðli og selja þau hjónin hluta uppskerunnar í náttúrulækningabúðum og víðar.

Myndin sem fylgir greininni sýnir frá sölvatínslu í Ölfusinu árið 1992, en að Hásteinaskerinu þarf að fara með báti og nokkur vinna er við að handtína sölin sem sett eru í körfur og poka. Ónefndur maður er hér fyrirsæta myndarinnar, vel útbúinn og virðist farast verkið vel úr hendi.

Skylt efni: Söl

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...