Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Garðyrkjustöðvarnar Ártangi, Friðheimar og Hveravellir taka á móti staðfestingu á vottuninni „Í góðu lagi“.
Garðyrkjustöðvarnar Ártangi, Friðheimar og Hveravellir taka á móti staðfestingu á vottuninni „Í góðu lagi“.
Mynd / Sölufélag garðyrkjumanna
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag undirritað samning um um vottunarmerkið „Í góðu lagi“.

Um er að ræða vottunarkerfi sem staðfestir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og almennum reglum vinnumarkaðarins. Þrjár garðyrkjustöðvar hafa nú farið formlega í gegnum vottunarferlið; Ártangi, Friðheimar og Hveravellir. „Í góðu lagi“ merkið verður nú sýnilegt á umbúðum hjá þeim garðyrkjustöðvum sem hafa hlotið vottun.

Vottunin er framkvæmd á þann hátt að vinnustaðir eru heimsóttir og farið yfir þau gögn sem til þarf. Stofnuð var sameiginleg nefnd skipuð fulltrúum frá hlutaðeigandi stéttarfélögum og Sölufélagi garðyrkjumanna, sem vann að undirbúningi sérstakrar vottunar. Í fyrstu verður verkefnið tilraunaog þróunarverkefni afmarkað við grænmetisframleiðslu en vonir standa til að vottunin „Í góðu lagi“ geti náð útbreiðslu til fleiri greina ef vel tekst til.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f