Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Valur hjá Vallarbraut færði mér lítinn Solis til að prófa.
Jón Valur hjá Vallarbraut færði mér lítinn Solis til að prófa.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 7. september 2021

SOLIS 26 HST – smátraktor frá Indlandi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Þegar Vallarbraut bauð mér að prófa nýtt rússneskt fjórhjól þá stakk ég upp á að fá að prófa litlu 26 hestafla Solis dráttarvélina með flaghefli. Jón Valur í Vallarbraut færði mér vélina upp í litla æfingabraut fyrir motocross sem þurfti að laga. Þegar hann færði mér vélina spurði ég út í helstu kostina og hann svaraði: HST stendur fyrir hydrostatic, sem er vökvaskipting svo aðeins þarf að stíga á pedala fyrir áfram og afturábak.

Helsti munurinn á þessari og þeirri beinskiptu (sem þú mokaðir snjó á fyrir nokkrum árum) eru skiptingin, stærri dekk, stærra og betra sæti með örmum, tvö aflúrtök, eitt að aftan og eitt undir kvið sem býður upp á að hægt er að setja t.d. sláttuvél undir miðja vél. Þessi vél er einnig með rafmagnskúplingu fyrir aflúrtak og svo að sjálfsögðu cruise control.

Glussadrifin skiptingin algjör snilld
Bráðnauðsynlegur takki, hraða­stillirinn (cruise control), við svona hefilvinnu.

Jón hafði sett 150 cm flaghefil á vélina (sem fæst líka í Vallarbraut og hægt að snúa 360 gráður og er nú á tilboði á 130.000). Með þessum útbúnaði hugðist ég laga þvottabretti sem voru í æfingabrautinni. Solis vélin fór létt með að draga flaghefilinn í brautinni með mikið af efni í heflinum og eftir þrjár heflanir fram og til baka var brautin orðin rennislétt. Galdurinn var að fara nógu hægt, en það er auðvelt að stjórna hraðanum með glussadrifinni skiptingunni og þegar réttum hraða er náð var ýtt á „cruise control“ takkann og þá bara að sitja og bíða þar til hringurinn var heflaður, snúa við og hefla til baka.

Hentug dráttarvél við smærri verkefni

Fyrir nokkrum árum mokaði ég innkeyrsluna hjá mér á eins vél, en nú með þessari nýju glussadrifnu skiptingu er mun betra að vinna á vélinni. Hávaðinn frá mótornum er ekki mikill þrátt fyrir að vélin sé húslaus. Grunnverð á 26 hestafla Solis er 1.865.000, en hægt er að fá ýmsan búnað og t.d. þá kostar vélin með 420 kg ámoksturstækjum 2.445.000.

Á þessari vél var búið að setja frambúnað fyrir snjótönn eða sláttuvél, þessi frambúnaður lyftir 600 kg. Hægt er að fá misgróf dekk undir vélinni, en þessi vél var á dekkjum sem henta vel á golfvelli, mér fannst þau grípa vel þarna í mölinni og engin þörf á dekkjum með hefðbundnu dráttarvélamunstri. Nánari upplýsingar um vélina og önnur tæki frá Vallarbraut má nálgast á vefsíðunni www.vallarbraut.is.

Glussastjórnunin, áfram eða aftur­á­bak.

Skylt efni: smátraktor

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f