Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Mynd / vir.com.vn
Fréttir 1. júlí 2020

Sólarorkuverin leggja undir sig dýrmætt ræktarland

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam hóf raforku­framleiðslu 10. júní 2019. Þetta risastóra raforkuver sýnir glöggt að sólarorkuver eru langt frá því að geta talist náttúruvæn.   
 
Sólarorkuverið í Hoa Hoi er engin smásmíði og kostaði 214,35 milljónir dollara í byggingu. Hún er með framleiðslugetu upp á 257 megavött, en til samanburðar við einingu sem við þekkjum vel er Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) 690 megavött. 
 
Í orkuverinu eru 752.640 PV sólarspeglar og undir þá fór dýrmætt ræktunarland sem svarar til 250 hektara. Sólarorkuverið er hið stærsta sinnar tegundar á miðsvæði Víetnam.  
 
Það tók aðalverktaka framkvæmdanna, Shanxi Electric Power Engineering Co Ltd, sem er í eigu China Energy Engineering Group, marga mánuði að finna stað undir orkuverið og að semja við heimamenn. Það olli líka nokkrum áhyggjum að aðalverktakinn við framkvæmdina kemur frá einu mesta kolahéraði í Kína. Þá er endingartími sólarsella í slíkum sólarorkuverum og vindorkuverum ekki sagður vera nema 20–30 ár á meðan starfstími vatnsaflsstöðva er 100 ár. 

Skylt efni: Sólarorka

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...