Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður
Mynd / REUTERS/Ajay Verma
Fréttir 10. júlí 2017

Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Stærsta kolavinnslufyrirtæki heims hefur tilkynnt að það muni loka 37 námum vegna þess að þau eru ekki lengur hagkvæm. Coal India tilkynnti að námunum yrði lokað fyrir mars 2018.
 
Á meðan stækkar sólar­raforkugeiri landsins, sem hefur fengið byr undir báða vængi í formi alþjóðlegra fjárfestinga. Lækkandi verð á sólarraforku hefur því neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Sólarraforkugeirinn í Indlandi nýtur mikilla alþjóðlegra fjárfestinga og lækkandi verð á sólarorku hefur haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Ríkisstjórn Indlands hefur gefið það út að þeir muni ekki opna fleiri kolanámur eftir árið 2022 og stefnir auk þess á að 57% af heildarraforku landsins árið 2027 muni vera framleidd með endurnýjanlegri orku árið 2027. Þetta markmið er langt umfram skuldbindingar Indlands í Parísarsamkomulaginu.
 
Fallið var frá áætlunum um 14 GW kolanámu og orkuveri í maí. Mun það benda til straumhvarfa í orkumarkaði Indlands, samkvæmt frétt breska blaðsins Independent.
 
Þar er vitnað í sérfræðing sem segir að metnaðarfullar ráðstafanir indverskra stjórnvalda ásamt innspýtingu frá alþjóðlegum fjárfestum sé að verða til þess að verð á sólarraforku sé í frjálsu falli. Slík þróun muni hafa áhrif á alþjóðlegan orkumarkað.
 
Ef fram fer sem horfir og kostnaður við sólarorkuvinnslu heldur áfram að lækka er búist við að Indland geti verið kolanámulaust árið 2050. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f