Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gleðigangan í Reykjavík, gengið niður Skólavörðustíginn.
Gleðigangan í Reykjavík, gengið niður Skólavörðustíginn.
Mynd / Ragnar Th / Höfuðborgarstofa
Menning 12. júní 2023

Sól í hjarta, sól í sinni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú þegar dagarnir hafa einkennst aðeins of lengi af gráma og rigningu gefur hver sólarglæta von um heitt og sólríkt sumar. Með það í huga er gott að rýna í dagskrá sumarsins og hlakka til betri tíðar.

Að venju eru sólstöðuhátíðir víðs vegar um landið og einhverjir velta sér í dögginni um Jónsmessuna. Bíladagar á Akureyri kitla aðra, þrjátíu ára afmæli Humarhátíðarinnar á Höfn ætti að verða lengi í manna minnum, Color Run hlaupið gleður marga – a.m.k. ef ekki rignir – og svo auðvitað hátíðir verslunar- mannahelgarinnar í bland við allar þær tónlistarhátíðir, Danska eða Franska daga, vökur og þess háttar sem fyrirfinnast.

Eitthvað er um réttindagöngur á borð við Druslugönguna í Reykjavík sem verður í ár haldin þann 23. júlí nk. Stendur Druslugangan fyrir því að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur.

Gleðigangan er önnur vel þekkt og vel sótt réttinda- ganga hinsegin fólks, kröfuganga sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, en einnig til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. Er hún haldin í borgum víðs vegar um heim, þó ekki alltaf á sama tíma.

Á Íslandi hefur hún verið gengin í Reykjavík í ágústmánuði frá árinu 2000 sem hluti af Hinsegin dögum sem haldnir eru á sama tíma. Gleðigangan er að jafnaði gengin fyrsta laugardag eftir frídag verslunarmanna og upplagt að taka þátt í henni.

HÉR er svo örlítið yfirlit þess sem helst er á döfinni í júnímánuði hérlendis. Júlí og ágúst verða eðlilega næstir á dagskrá er líða tekur á sumarið og reynum við að fjalla um það helsta sem er á döfinni þá mánuði.

Þeir sem hafa upplýsingar um skemmtanir eða hátíðarhöld sem þeir vilja deila með öðrum mega hafa samband á netfangið sigrunpeturs@bondi.is.

Skylt efni: Hátíðir sumarsins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f