Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sóknin hefst
Af vettvangi Bændasamtakana 10. júlí 2025

Sóknin hefst

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í upphafi vil ég óska bændum og lesendum gleðilegs sumars. Það er fátt sem jafnast á við íslenskt sumar, og þrátt fyrir að náttúran hafi skotið okkur örlítinn skelk í bringu með hretinu í júníbyrjun hefur aldeilis ræst úr sumrinu síðan þá. Sumarið leikur við öll skilningarvitin, jarmið í lömbunum og söngur mófuglanna blandast við lykt af nýslegnu heyi og blóðbergi og óviðjafnanlegt útsýnið úr dráttarvélinni í miðnætursólinni.

Að fá að vera hluti af þessu öllu, að vinna með náttúrunni og í henni, eru forréttindi okkar bænda. Margt hefur sem betur fer breyst í starfi okkar með tækniframförum síðustu ára og áratuga, en sumt helst þó sem betur fer óbreytt.

Á sumrin leggja margir bændur grunninn að uppskeru framtíðarinnar og við gerum það líka á aðra vegu. Bændablaðið fer nú í sitt hefðbundna sumarfrí og kemur næst út í ágúst og fá lesendur því frí frá pistlaskrifum formanns. En fram undan eru stór og veigamikil verkefni, ekki síst upphaf vinnu við að móta starfsskilyrði landbúnaðarins til framtíðar.

Sú vinna skiptir okkur öll miklu máli, því hún snýr að mikilvægustu þáttum í uppbyggingu landbúnaðar á Íslandi; starfsskilyrðum bænda, fæðuöryggi þjóðarinnar, verðmætasköpun og framtíðarsýn.

Ég er spenntur fyrir þessari vinnu. Sú staða sem nú er uppi í íslenskum landbúnaði og í samfélaginu öllu býður upp á tækifæri til sóknar. Ég hef ástæðu til að ætla að atvinnuvegaráðherra sjái sömu tækifæri og við hjá Bændasamtökunum gerum. Við höfum átt góð samtöl þar sem við höfum verið sammála um mikilvægi greinarinnar fyrir íslenska neytendur og íslenskt samfélag. Ráðherra og í raun ríkisstjórnin öll er í einstakri stöðu til að taka þátt í og tryggja framtíðaruppbyggingu í íslenskum landbúnaði. Það gerum við með vandaðri undirbúningsvinnu og skýrri framtíðarsýn og tryggjum með því starfsumhverfi sem styður við nýliðun, jafnar samkeppnisstöðu og tryggir sanngjarnar tekjur bænda.

Nýtt starfsumhverfi snýst ekki eingöngu um stuðningskerfi eða fjármagn. Það snýst um framtíðarsýn fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag. Það snýst um hver við viljum vera sem þjóð og hvaða hlutverki við teljum að bændur eigi að gegna í samfélaginu.

Og í þessu samhengi verðum við að halda því til haga að íslenskur landbúnaður þjónar almannahagsmunum í víðasta skilningi þess orðs. Sérhagsmunirnir liggja víða og láta heyra í sér við öll tilefni, en þeir mega ekki yfirgnæfa almannahagsmuni neytenda og bænda. Við viljum geta haldið áfram að framleiða örugg og heilnæm matvæli sjálf, og tryggja þannig raunverulegt fæðufullveldi þjóðarinnar – en til þess þarf rekstrarumhverfið að vera þannig að það bjóði fólki raunhæfan kost á að halda áfram búskap eða hefja hann.

Ég horfi því til haustsins með vaxandi bjartsýni, sem bóndi og sem formaður Bændasamtakanna. Við eigum einstakt tækifæri á næstu mánuðum til að styrkja stoðir landbúnaðarins og tryggja afkomu og framtíð stéttarinnar til lengri tíma.

Ég óska ykkur öllum friðsæls og ánægjulegs sumars. Þegar Bændablaðið snýr aftur að sumarfríi loknu verður sóknin hafin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...