Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
 Svandís Svavarsdóttir, nýr matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, nýr matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / ghp
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð en er alveg nauðsynlegur inn í framtíð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, nýr matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hún er að vonum spennt fyrir nýju hlutverki.
„Þetta eru málaflokkar sem kallast mjög á við söguna og ræturnar en eru um leið málaflokkar sem er algjör nauðsyn inn í loftslagsverkefnin og framtíðarhugsun okkar um hágæðamatvælaframleiðslu, fæðu­öryggi og matvælaöryggi.“
Svandís ól manninn að ein­hverju leyti í dreifbýlinu, var oft í sveit á sumrin og á minningar um bústörf bæði af Ströndum og við Breiðafjörð. 
„Ég kynntist hefðbundnum búskap að fornum sið á Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði, þar var handmjólkað og skilvinda í búrinu. Svo kynntist ég eyjabúskap bæði á Staðarfelli á Fellsströnd og Dröngum á Skógarströnd. Þar snerist búskapurinn ekki bara um hefðbundnar greinar, heldur líka um að lifa af landsins gæðum, tína egg og dún, veiða gæs, lunda og sel,“ segir Svandís sem er ættuð úr Borgarfirði, Breiðafirði, Dalasýslu og af Ströndum.
Finnur fyrir ofsalega miklum sóknarmöguleikum 
 
Landbúnaðarkafli Stjórnarsátt­málans er í tíu liðum og leggur áherslu á að tryggja fæðuöryggi í landinu með öflugri innlendri matvælaframleiðslu, þ.m.t. tækifæri í grænmetisræktun og lífrænum landbúnaði. 
„Það sem mér finnst skipta mestu máli er að finna fyrir þessum miklu sóknarmöguleikum sem eru til í landbúnaði. Þar eru heilmargir sprotar sem hafa verið að láta á sér kræla og verðskulda athygli og uppbyggingu í matvælaframleiðslu og framleiðslu henni tengdri. Fæðuöryggi og matvælaöryggi skiptir sífellt meira máli, við höfum ekki síst verið minnt á það í faraldrinum. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir miklu máli að búa við sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Það spilar líka saman við orkunotkun, loftslagsmál og að draga úr kolefnisspori.“
Þá séu áherslur nýs landbúnaðar­ráðherra óhjákvæmilega afar grænar.
 
„Það liggja tækifæri í auknu samstarfi með greininni varðandi samdrátt í losun gróðurhúsa­lofttegunda. Það tengist minni sýn á málaflokkinn, áherslum ríkisstjórnarinnar og þeirri staðreynd að ég kem úr grænu baklandi. Mér finnst mikilvægt að áherslan á loftslagsmál og náttúruvernd haldist í hendur við landbúnað.“
Málefni skógræktar og land­græðslu færast undir ráðuneyti Svandísar. 
„Bæði er um að ræða mjög mikilvæga þætti sem lúta að tækifærum til að binda kolefni og okkar áætlanir í loftslagsmálum eru með áherslu á skógrækt og landgræðslu. Það skiptir máli að þau verkefni séu unnin í sátt og samráði við þau sjónarmið sem lúta að náttúruvernd og vistheimt annars vegar og hins vegar þau sjónarmið sem snúast um byggð í landinu. Þetta er vandratað einstigi sem þarf að passa vel upp á.“ 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...