Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Á faglegum nótum 7. júní 2016

Sofandi tré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknum á plöntum hefur fleygt fram undanfarin ár. Ýmislegt bendir til að tré deili upplýsingum sín á milli með hjálp sveppróta í jarðvegi og að þau hafi minni.

Nýjar rannsóknir á birkitrjám benda til að þau hægi á starfsemi sinni á nóttunni og sofni jafnvel.

Í nýlegri rannsókn sem var gerð samtímis í Finnlandi og Austurríki var leysiskanna beint að birkitrjám um sumartíma þegar starfsemi þeirra er í hámarki. Skönnun á trjánum á mismunandi tímum sólarhringsins sýna að starfsemi þeirra er ólík á daginn og á nóttunni. Á myndunum sést greinilega að greinar trjánna síga um allt að tíu sentímetra þegar líður á nóttina og engu líkara en að þau slappi af. Greint er frá þessu í tímariti sem kallast Frontiers in Plant Science.

Reyndar hefur lengi verið vitað að plöntur hægja á starfsemi sinni á nóttunni og fjallaði Charles Darwin um það í einni af sínum bókum. Blóm lokast á nóttunni og á sumum plöntum verpast blöðin. Rannsóknin sem hér er sagt frá er sú fyrsta sem sýnir fram á að það slakni á greinum trjánna.

Mest hanga greinarnar um tveimur klukkustundum fyrir sólarupprás. Helsta skýringin á svefni trjánna er talin vera sú að á nóttunni eigi ljóstillífun sér ekki stað og þá minnki vökvaþrýstingurinn í greinunum og þær slúti undan eigin þunga.

Næstu skref í rannsóknum á svefnvenjum trjáa er að skoða hvort fleiri tegundir en birki fái sér lúr á nóttunni og ef svo er hvernig svefnvenjur þeirra eru. Einnig er áhugavert að skoða hvort tré dreymi, hrjóti eða gangi jafnvel í svefni.
   

Skylt efni: tré | rannsóknir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f