Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verðlaunahafar umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2024 hjá Borgarbyggð. Sitjandi eru bændurnir á Sámsstöðum (t.v.) og hjónin á Arnbjargarlæk og standandi eru frá vinstri: Jóhann Ingi Magnússon, deildarstjóri sölu og þjónustu hjá ON og Guðjón Hugberg Björnsson tæknistjóri. Á myndina vantar hjónin á Túngötu 16 á Hvanneyri og Guðríði Ebbu Pálsdóttur, sem fékk samfélagsverðlaunin.
Verðlaunahafar umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2024 hjá Borgarbyggð. Sitjandi eru bændurnir á Sámsstöðum (t.v.) og hjónin á Arnbjargarlæk og standandi eru frá vinstri: Jóhann Ingi Magnússon, deildarstjóri sölu og þjónustu hjá ON og Guðjón Hugberg Björnsson tæknistjóri. Á myndina vantar hjónin á Túngötu 16 á Hvanneyri og Guðríði Ebbu Pálsdóttur, sem fékk samfélagsverðlaunin.
Mynd / aðsend
Fréttir 28. nóvember 2024

Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bændurnir á Sámsstöðum í Hvítár síðu í Borgarbyggð fengu nýlega umhverfisviðurkenningu frá sveitarfélaginu fyrir að búa á snyrtilegasta bændabýli sveitarinnar.

Bærinn hlaut líka þessa viðurkenningu 2018. Á bænum eru 420 vetrarfóðraðar kindur og 18 hross. Jörðin er 2.170 ha að stærð og að miklu leyti fjalllendi.

Ábúendur á Sámsstöðum eru hjónin Ólafur Guðmundsson, fæddur og uppalinn á Sámsstöðum, en hann er fimmti ættliður í beinan karllegg sem býr á bænum og nær það aftur til ársins 1828, og svo er það Þuríður Guðmundsdóttir, fædd í Hlöðutúni í Stafholtstungum, sem kom að Sámsstöðum 1987.

Stolt af viðurkenningunni

Þau Ólafur og Þuríður eiga sex börn og barnabörnin eru fimm.

„Við erum mjög stolt af viðurkenningunni og þegar samfélagið réttir manni svona verðlaun, en við vitum að til að halda ásýndinni heim að bænum góðri þá þarf að vinna að því jafnt og þétt. Það skal tekið fram að börnin taka mikinn þátt í öllu hér á bæ,“ segir Þuríður og bætir við:

„Ásýnd sveitanna skiptir miklu máli og lengi má bæta umgengni og viðhald húsa og girðinga. Það mættu sumir bæta sig þar og ekki bara bændur heldur einnig þeir sem kaupa jarðir og eru ekki með búskap. Það skiptir miklu að hafa snyrtilegt í kringum sig og mála og lagfæra eftir þörfum og getu.

Þarna gætu sveitarfélögin komið sterk inn með að hafa gott aðgengi að ruslagámum í nærumhverfinu.“

Fern önnur verðlaun

Önnur verðlaun, sem voru veitt við þetta sama tilefni fóru til Orku náttúrunnar við Brúartorg í Borgarnesi, sem var valin snyrtilegasta lóð atvinnufyrirtækis. Fallegasta lóðin við íbúðarhús er Túngata 16 á Hvanneyri hjá þeim Guðmundi Hallgrímssyni og Oddnýju Kristínu Jónsdóttur og sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi fengu hjónin Davíð Aðalsteinsson og Guðrún Jónsdóttur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð en þar hefur búskap verið hætt en búseta er áfram á jörðinni.

Að lokum hlaut Guðríður Ebba Pálsdóttir í Borgarnesi sérstaka samfélagsviðurkenningu umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála en hún hefur um langt árabil lagt hug og hönd í fegrun umhverfisins, einkum á golfvellinum á Hamri, í sjálfboðavinnu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...