Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu
Mynd / Lav Ulv - Creative Commons
Fréttir 16. október 2020

Snorri Sigurðsson frá Kína til Arla Foods í Nígeríu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Snorri Sigurðsson, sem er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur fyrir reglubundin skrif um fagleg málefni landbúnaðar, hefur undanfarin ár gegnt stöðu eins af framkvæmdastjórum Arla Foods í Kína og haft yfirumsjón með rekstri hins Dansk-kínverska Mjaltatækniseturs. Snorri hefur nú verið ráðinn til Arla Foods í Nígeríu og mun flytjast þangað, ásamt konu sinni, Kolbrúnu Önnu Örlygsdóttur, eftir áramótin. 

Snorri Sigurðsson

Arla Foods, sem er fjórða stærsta fyrirtækið í mjólkurvinnslu í heiminum og með nærri 100-falda mjólkurinnvigtun á við allt Ísland, hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu starfsemi sinnar utan Evrópu. Hingað til hefur félagið lagt mesta áherslu á Mið-Austurlönd þar sem hefur náðst einstakur árangur og félagið er langstærsti söluaðili mjólkurvara þar í dag. Þá hefur undanfarið verið lögð mikið áhersla á kínverska markaðinn og nú er svo komið að félagið er stærsti innflytjandi á mjólk til landsins og hefur þar með sett hið þekkta Fonterra afturvfyrir sig. Nú hafa forsvarsmenn félagsins hins vegar ákveðið að setja mikinn kraft í uppbyggingu Arla Foods í Vestur-Afríku. Þar hefur orðið ör breyting á undanförnum árum og sér í lagi í Nígeríu með mikilli hlutfallslegri aukningu á tekjum með tilheyrandi fólksfjölgun og aukinni almennri velmegun.  

Nígería er sú þjóð sem vex hvað örast í heiminum og er talið að þar muni um 400 milljónir búa árið 2050. Svo ör vöxtur kallar á stóraukna framleiðslu á matvælum og Arla Foods hefur alltaf þá stefnu að bæði flytja inn mjólkurvörur frá eigendum sínum í Norður-Evrópu en einnig að byggja upp eigin vinnslu í viðkomandi landi. 

Þar sem mjólkurframleiðslan í Nígeríu er næsta lítil, einungis 0,4 milljarðar lítra, eru mikil sóknarfæri í mjólkurframleiðslu í landinu fyrir Arla Foods. Það verður einmitt verkefni Snorra að sjá um þessa þróunarstarfsemi félagsins, sem m.a. felst í því að byggja upp og efla mjólkurframleiðslu landsins í samstarfi við þarlend stjórnvöld og mun Arla Foods samhliða byggja upp eigin afurðavinnslu til þess að vinna úr allri mjólkinni sem verður framleidd á komandi árum. 

Skylt efni: Arla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...