Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og víðs vegar um land fór að snjóa, vetrarfærð var á fjallvegum norðan- og austanlands.

Hér má sjá Heklu Lind Jónsdóttur, sem var í sauðburði á Neðri- Brunná hjá ömmu sinni og afa, Margréti Kristjánsdóttur og Þresti Harðarsyni, í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Hafði hún mótað snjókall þann 16. maí, sem enn fremur var fyrsti dagurinn sem bændurnir sáu færi á að setja lambfé út eftir maíhretið. Voru þau þá með 200 bornar ær enn inni og þröng var orðið á þingi. Mynd / Díana Rós Þrastardóttir
Karl, Camilla og Díana

Hér má sjá Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, ásamt dótturdætrum sínum, Eik og Evu. Guðni heldur í forystuá sína, Flugfreyju, sem fædd er Skúla Ragnarssyni á Ytra-Álandi.

Þegar Guðni eignaðist ána var flogið með hana suður og býr hún nú á Stóru-Reykjum í Flóa hjá þeim Geir Gíslasyni og Aldísi Þórunni Ragnarsdóttur. Í vor, nánar tiltekið á krýningardegi Karls Bretakonungs, eignaðist Flugfreyja þrjú lömb.

„Fyrstur kom Karl konungur í mórauðri skikkju með hvíta krúnu á höfði, svo Camilla í svartri skikkju með hvíta krúnu og svo þriðja lambið, hún Díana sem er óskaplega sæt móflekkótt,“ segir Guðni, en hér heldur Eik á Karli og Eva á Díönu.
„Díana er drottning í hugum Íslendinga. Camilla galt fyrir fláræðið og var sett undir aðra móður en Karl og Díana verða með móður sinni og nú vaknar spurningin hvort hún rækti forystuhæfileikann til jafns við móður sína,“ segir Guðni, en faðir lambanna er Fjalli frá Hárlaugsstöðum. Mynd / Páll Imsland

Mjá
„Ekki dirfast að trufla mig,“ gæti þessi ferfætti nautnaseggur verið að hugsa.
Mynd / Páll Imsland
Haldið undir skírn
Óvígður séra Arnór Dagur Árnason skírði hrútlambið hans Ármanns Inga Árnasonar. Fékk lambið nafnið Klaki enda fæddist það í hríð og kulda frá bændunum Jónda og Heiðu í Bræðrabrekku. Mynd / Hildur Ingadóttir
Fyrstu skrefin
Ugluflott frá Sýrnesi í Aðaldal, nefnd eftir foreldrum sínum, að sýna frumburðum sínum, móbotnóttri gimbur og svarbotnóttum hrút, veröldina, sólarhring eftir að þau fæddust. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Notalegheit
Eftir ærsl og leiki dagsins er gott að kúra saman og hvíla sig fyrir komandi fjör. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Vinátta
Hér eru góðir félagar, þau Tara og Jökull, sem nutu vorsins og veðurblíðunnar í Sýrnesi í Aðaldal. Mynd / Ragnar Þorsteinsson

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f