Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjallsíma.

Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri segir nemendur ná að einbeita sér betur, tala meira saman og að andrúms­ loftið í skólanum sé betra en áður. Meirihluti foreldra er ánægður með bannið auk þess sem velferðarráð Skaftárhrepps lýsti yfir ánægju með þessa ákvörðun. Nokkrar athugasemdir hafa borist frá foreldrum til sveita sem hafa áhyggjur af því að ekki væri hægt að hringja börnin. Þeir nemendur fá að koma með síma en notkun á skólatíma er óheimil. Skólastjórinn telur að það sé orðið lýðheilsumál að yfirvöld banni snjallsímanotkun barna því þetta hafi ekki eingöngu verið vandamál á Kirkjubæjarklaustri. „Það eru margir skólar á landinu sem hafa gripið til þess ráðs að banna síma. Auk þess sýnir hver rannsókn á fætur annarri fram á skaðsemina,” segir Valgeir. Nemendur Kirkjubæjarskóla eru 46 talsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...