Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sæsnigillinn Elysia chlorotica er eitt af ótal undrum náttúrunnar.
Sæsnigillinn Elysia chlorotica er eitt af ótal undrum náttúrunnar.
Á faglegum nótum 17. ágúst 2021

Sniglar sem ljóstillífa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúran er ekki öll þar sem hún er séð og undur hennar mörg og margbreytileg. Þrátt fyrir ýmiss konar lögmál og fasta sem finnast í lífríkinu má alltaf finna undantekningar sem sumar eru lyginni líkust. Eitt af því sem við gefum okkur er að plöntur ljóstillífi en ekki dýr.

Allir hafa heyrt talað um einhyrninga, álfa, hafmeyjar og mannætuplöntur og flestir gera sér grein fyrir því að um ævintýraverur er að ræða. Í kvikmyndinni um risaeðlugarðinn Jurassic park segir ein persónan að náttúran finni sér leið og á þar við að lífsvilji og aðlögunarhæfi dýra og plantna sé ótrúlegur.

Slíkt má með sönnu segja um smávaxna tegund sæsnigils, Elysia chlorotica, sem lifir á austurströnd Bandaríkjanna. Sniglarnir lifa að mestum hluta ævinnar innan um ljóstillífandi grænþörunga og til að auk á samkeppnishæfni sína taka þeir upp í húðina grænukorn þörunganna og nota þau til ljóstillífunar.

Vegna þessa eru sniglarnir grænir að lit og það sem meira er þá eru þeir flatvaxnir og líta úr eins og laufblað. Vegna grænukornanna geta sniglarnir lifað mánuðum saman án þess að éta.

Rannsóknir á sniglunum eru á byrjunarstigi og enn sem komið er er ekki vitað hvernig grænukornin geta lifað í húð sniglanna mánuðum saman.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...