Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Fréttir 9. mars 2017

Sniðgengur samráðshóp og sérvelur verkefni til afgreiðslu strax

Höfundur: Vilmundur Hansen

Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að sér lítist ekki á frumvarpsdrögin við fyrstu sýn og að ráðherra sé með þessu móti að taka fram fyrir hendur hópsins sem á að endurskoða búvörusamningana.

„Ráðherra er hér að taka framfyrir hendurnar á samráðshópnum sem var skipaður til að endurskoða búvörusamningana og tekur út og sérvelur málefni sem hún vill afgreiða strax, án samtalsins sem boðað var með skipan hópsins.“

Mikilvægt að viðhafa heiðarleika að sögn ráðherra

„Það fer líka fyrir brjóstið á mönnum að landbúnaðarráðherra sagði á fundi eyfirskra kúabænda fyrir hálfum mánuði að við skyldum ekki hafa áhyggjur af þessu og hún hefði sett málið á þingmálaskrá til að halda því lifandi en að málið myndi af öllum líkindum fara í gegnum samráðshópinn. Hún sagði einnig á sama fundi að það væri mikilvægt að viðhafa heiðarleika í samskiptum og að fullt samstarf skuli haft við hagsmunaaðila þegar kemur að breytingum á kerfinu.

Það næsta sem við heyrum er að búið sé að leggja drögin fram. Við heyrum það í fréttum líkt og aðrir landsmenn svo það var án samráðs við Landssamband kúabænda eða Bændasamtökin, sem ég tel tvímælalaust að séu hagsmunaaðilar í þessu máli.

Vægt til orða tekið segi ég því að það fari ekki alveg saman hljóð og mynd hjá Þorgerði Katrínu landbúnaðarráðherra í þessu máli.“

Verð á mjólkurvörum mun hækka

Arnar telur að verð muni hækka á algengum mjólkurafurðum eins og mjólk, smjöri og osti svo dæmi séu tekin.

„Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að verðtilfærsla sé bönnuð og eins og þeir vita sem vilja kynna sér málið þá hefur verðtilfærsla tíðkast á milli afurðaflokka til að geta staðið við verð sem verðlagsnefnd mjólkurafurða hefur ákveðið.

Að mínu mati er samvinna í mjólkuriðnaði nauðsynleg til að halda verði niðri. Mér þykir einnig merkilegt til þess að hugsa að þegar grunnurinn að núverandi samvinnukerfi var samþykkt var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir einn af þingmönnunum sem greiddi götu tillögunnar um undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum og að afurðastöðvum yrði gert kleift að sameinast,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f