Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Mynd / ph
Fréttir 15. febrúar 2024

Snemmgrisjun er óalgeng

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Tæp áttatíu prósent skógarbænda hófu skógrækt á sinni jörð fyrir árið 2010. Vegna aldurs skógarins ættu flestir að vera komnir með einhverjar viðarnytjar.

Þrátt fyrir þetta hafa rúm sextíu prósent skógarbænda ekki framkvæmt snemmgrisjun í sínum skógum. Henni er lokið hjá rúmlega níu prósent skógarbænda á meðan snemmgrisjun stendur yfir hjá tuttugu og tveimur prósentum. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem framkvæmd var meðal meðlima í deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Ekki virðist liggja í augum uppi hvað skógarbændur geti gert við sínar afurðir, en fjörutíu og sex prósent svarenda segjast ekki vita hvert þeir eigi að leita þegar skógurinn er kominn á seinni stig grisjunar. Nær allir svarendur myndu vilja sjá viðarmiðlun eða einhvern hráefniskaupanda verða að veruleika. Mestur áhugi er á viðarmiðlun í gegnum samvinnufélag í eigu bænda á meðan lítill hluti myndi vilja selja sitt timbur í gegnum einkaaðila eða á eigin vegum.

Sú trjátegund sem nýtur mestrar hylli er lerki, en tæp sextíu prósent svarenda sögðu þá tegund vera ríkjandi á sinni jörð. Næstvinsælust er fura, greni í þriðja sæti og birki í því fjórða. Að lokum kemur ösp, þó hún njóti samt sem áður nokkurrar hylli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður úr könnuninni eru meðal annars þær að einungis tæp tíu prósent svarenda eru undir fimmtugu. Þá vilja tæp sjötíu prósent búa til kolefniseiningar með skógrækt. Að lokum virðist áhugi skógarbænda á Bændablaðinu vera mjög mikill, en einungis rúm tvö prósent svarenda sögðust ekki lesa þann miðil.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f