Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvítur æðarungi í lófa.
Hvítur æðarungi í lófa.
Mynd / Árni R. Örvarsson
Fréttir 8. júlí 2021

Snæhvítir æðarungar komu í heiminn á Hraunum í Fljótum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Árna R. Örvarssyni brá nokkuð í brún nýlega þegar hann var að ganga um æðarvarpið sitt og fjölskyldunnar að Hraunum í Fljótum en þar er æðarvarp með um 3.000 æðarkollum. Árni lýsir því sem gerðist þannig:

„Já, á göngu minni einn daginn þar sem ég fór yfir varpið í síðasta sinn að safna dún, ramba ég á ósköp venjulega æðarkollu á hreiðri. Kollan fer af hreiðri þegar ég nálgast og við mér blasa tveir, snæhvítir æðarungar og mig rak í rogastans, þetta hafði ég ekki séð áður. Ég aflaði mér upplýsinga og samkvæmt fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun er þetta afar sjaldgæft að finna hvítan æðarfugl eða unga og því mjög merkilegt þegar slíkt gerist,“ segir Árni, ánægður með nýju, hvítu ungana sína.

Hvít æðarsystkini í hreiðri á Hraunum í Fljótum. Að sögn fuglafræðings Náttúrufræðistofnunar þykir slíkt afar sjaldgæft. Sennilega er þá enn sjaldgæfara að það finnist fleiri en einn hvítur æðarungi í sama hreiðrinu.

Skylt efni: æðarvarp | æðarfugl

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...