Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Snæfellsnes verður vistvangur UNESCO
Fréttir 13. október 2025

Snæfellsnes verður vistvangur UNESCO

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Snæfellsnes verður fyrsti vistvangur UNESCO ( Biosphere Reserve) á Íslandi. Í tilkynningu á vef Grundarfjarðarbæjar segir að vistvangur nýti náttúru- og félagsvísindi sem grunn til að auka lífsgæði íbúa og stuðla að sjálfbærri þróun, með farsælu samspili umhverfis, mannlífs og menningar.

Á Snæfellsnesi er Snæfellsjökulsþjóðgarður, sem stofnaður var 2001. Landsvæði þjóðgarðsins verður kjarnasvæði fyrir nýja vistvanginn á Snæfellsnesi og verða þjóðgarðurinn og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, samstarfsaðilar í verkefninu.

Um 759 svæði teljast til vistvanga

„Að frumkvæði sveitarfélaganna á Snæfellsnesi var hafin skoðun á því árið 2020 hvað fælist í aðild að UNESCO vistvangi. Niðurstaða þeirrar vinnu var að Snæfellsnes félli vel að þeim viðmiðum sem UNESCO vistvangar setja. Með því að gerast vistvangur fengi Snæfellsnes aðgang að dýrmætri þekkingu og reynslu annarra slíkra svæða á því hvernig hægt sé að flétta sjálfbæra þróun, þekkingu á átthögum, umhverfi og menningu við markvissa uppbyggingu atvinnulífs,“ segir í tilkynningunni.

„Auk þess fælist í því aðild að „vörumerki“ UNESCO, sem er eitt það þekktasta í heiminum. Í framhaldinu var unnið að gerð umsóknar á vegum stýrihóps sem skipaður var af umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, undir stjórn fulltrúa Snæfellinga, og var henni skilað í september 2024,“ segir þar enn fremur.

Um 759 svæði teljast til vistvanga í heiminum í 136 löndum. Þar af eru 25 sem liggja á milli landa.

Þessi svæði ná yfir meira en 5% af yfirborði jarðar og þar búa um 300 milljónir manna. Vistvanga er að finna á hinum Norðurlöndunum, flestir þeirra eru í Svíþjóð. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...