Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Smyglað kjöt til umfjöllunar í öðru tölublaðinu árið 1987
Gamalt og gott 3. apríl 2017

Smyglað kjöt til umfjöllunar í öðru tölublaðinu árið 1987

Í öðru tölublaði Bændablaðsins þann 20. júlí árið 1987 var talsvert fjallað um smygl á kjötvörum; skinku og nautakjöti á forsíðu og blaðsíðum 6-7 einnig. Út úr rannsókn blaðsins kom í ljós að löglegur og ólöglegur skinkuinnflutningur með farmönnum inn í landið var talinn nema hundruðum kílóa á mánuði. 

Var rætt við starfsmann hjá einu af stærstu kjötvinnslufyrirtæki landsins um smygl á kjöti. „Þegar haldnar eru stórar veislur á veitingahúsum hérna í bænum, með yfir 100 manns og öllum boðioð upp á nautalundir – og það er ekki keypt af okkur og ekki heldur af stærsta samkeppnisaðila okkar – þá vitum við að það er verið að framreiða smyglað kjöt,“ sagði viðmælandi Bændablaðsins. „Þetta gerist mjög oft en það er erfitt að sanna svonalagað. Það má líka segja að sé verið að smygla upp í vöntun á markaðnum því hingað til hefur ekki þýtt neitt að hringja og panta með skömmum fyrirvara 20 kg af nautalundum án þess að ætla að kaupa lærin með.“

Lesa má þetta annað tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is:

2. tbl. 1987

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...