Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Mynd / Guðjón Einarsson
Líf og starf 4. september 2020

Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð?

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vestfirska ærin og lambið hér á mynd virð­ast álíka áhyggjulaus og kindurnar á Fjallabaksleið nyrðri um yfirvofandi smölun, réttir og sláturtíð.

Þarna eru mæðginin (ef rétt er kyngreint) að háma í sig þara til að krydda upp á annars tilbreytingarlítið grasið sem vex í hlíðum Spillis við utanverðan Súgandafjörð. Þau búa öllu betur en féð á Fjallabaksleið sem á enga möguleika á að næla sér í sölt og steinefni sem finna má í vestfirskum fjörum. Í Súgandafirði er stutt á milli fjalls og fjöru og því auðvelt að hafa mikla tilbreytingu í fæðuvali þegar svo ber undir og fá úrvals krydd í kroppinn. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...