Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Léttsoðinn saltfiskur með rótarmús, steiktri beðju, gulrótum og þurrkuðu hangikjöti, úr eldhúsi Dóru Svavarsdóttur.
Léttsoðinn saltfiskur með rótarmús, steiktri beðju, gulrótum og þurrkuðu hangikjöti, úr eldhúsi Dóru Svavarsdóttur.
Fréttir 7. október 2016

Slow Food-hugsjóninni hampað í Tórínó

Höfundur: smh
Salone del Gusto Terra Madre, hin mikla matarhátíð Slow Food-hreyfingarinnar, var haldin í Tórínó á Ítalíu dagana 22. til 26. september.  Hátíðin er haldin þar annað hvort ár og er ein hin stærsta sinnar tegundar í heiminum. Til marks um stærð hátíðarinnar má nefna að talið er að yfir 220 þúsund manns hafi komið á hátíðina fyrir tveimur árum. Þetta er hátíð þeirra sem deila hugsjónum Slow Food: bænda, smáframleiðenda og áhugafólks um betri matarmenningu. 
 
Engir íslenskir framleiðendur kynntu vörur sínar í ár, en nokkrir félagar úr Íslandsdeild hreyfingarinnar voru gestir hátíðarinnar. 
 
Saltfiskur og hangikjöt frá Dóru
 
Það má segja að Dóra Svav­ars­dótt­ir, mat­reiðslumeist­ari og eig­andi veislu­þjónust­unn­ar Culina, hafi verið eini fomlegi þátt­takandinn af hálfu Íslands í hátíðinni. Hún eldaði léttsoðinn saltfisk með rótarmús, steiktri beðju, gulrótum og þurrkuðu hangikjöti, í svokölluðu Terra Madre-eldhúsi. Í því eldhúsi skiptust fulltrúar þjóða á um að elda hefðbundna rétti frá sínum löndum og rennur ágóðinn af sölu þeirra rétta óskiptur til góðgerðamála hreyfingarinnar. Að þessu sinni var ákveðið að styðja við verkefni hreyfingarinnar sem felst í varðveislu á líffræðilegum fjölbreytileika. 
 
Agata og Dóra í Terra Madre-eldhúsinu.   Mynd / Guðjón Gunnarsson
 
Um 120 matarskammtar runnu út úr eldhúsi Dóru og var góður rómur gerður að hinum íslenska mat. Dóru til aðstoðar voru Agata Alicja matreiðslunemi og Axel Aage Schiöth víninnflytjandi, sem aðstoðuðu við skömmtun, og þær Hlédís Sveinsdóttir og Eirný Sigurðardóttir sem aðstoðuðu við annan undirbúning. Þær Hlédís og Eirný eru kunnar fyrir að standa að hinum vel sótta Matarmarkaði Búrsins sem haldin hefur verið á nokkurra mánaða fresti í Hörpu hins síðustu ár.
 
Íslenskur fyrirlestur um matarsóun
 
Dóra hélt einnig fyrirlestur á norrænni málstofu, þar sem hún kynnti farsælt verkefni um matarsóun, samnorrænt verkefni sem gengur undir nafninu Zero Waste. Þannig hefur hún staðið fyrir nokkrum uppákomum á Íslandi í samstarfi við Vakanda, Landvernd og Kvenfélagasambandið: málþingi, ruslamatarviðburðum og svokölluðum diskósúpu-viðburði – þar sem eldað er úr grænmetisafgöngum sem átti að henda. Tilgangurinn er að benda á verðmætin sem liggja í afgöngum og hráefni sem er um það að lenda í ruslinu (sjá frekar á matarsoun.is). 
 
Hún hefur gagnrýnt matarsóun í virðiskeðjunni – frá frumframleiðanda til neytanda – og sagt að alltof mikið af góðu hráefni fari til spilis, sem sé afleitt í því ljósi að margt fólk eigi varla til hnífs og skeiðar. 
 
Hátíðin hefur alltaf verið haldin innandyra, á svæði sem heitir Lingotto og Fíatverksmiðjurnar notuðu undir bílasmíði sína. Slow Food-hreyfingin breytti fyrirkomulaginu að þessu sinni, færði hátíðina undir bert loft í stóran almennings- og skrúðgarð – auk þess sem viðburðum var dreift um miðborgarhluta Torino. Um leið var öllum hleypt ókeypis inn á hátíðina, enda var það talið tilhlýðilegt á tuttugu ára afmælisári hátíðarinnar að gera boðskapinn þannig aðgengilegan. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f