Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gleðistund stund hjá Rúnalist og Drekagulli. Álfrún Lilja Þórarinsdóttir, Sigrún Helga Indriðadóttir, Jón Egill Indriðason og Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food á Íslandi.
Gleðistund stund hjá Rúnalist og Drekagulli. Álfrún Lilja Þórarinsdóttir, Sigrún Helga Indriðadóttir, Jón Egill Indriðason og Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food á Íslandi.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. október 2025

Slow Food-hátíð í Grasagarðinum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á dögunum stóð Slow Food á Íslandi fyrir tveggja daga matarhátíð í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur, undir yfirskriftinni BragðaGarður.

Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food á Íslandi, segir að viðburðurinn hefði heppnast mjög vel og um 220 gestir hafi mætt til að taka þátt í dagskránni á föstudeginum sem sérstaklega hafi verið sniðin að ungmennum á framhaldsskólaaldri.

 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir stundar lífrænt vottaða grænmetisræktun í Breiðargerði.
Skynmatsverkstæði og kynning á súrdeigsbrauði

„Nemendur úr Grunndeild matvæla í Menntaskólanum í Kópavogi stýrðu jafningjafræðslu og buðu upp á skynmatsverkstæði, kynningu á súrdeigsbrauði og jurtakokteilbar. Nemendur á fyrsta ári í matreiðslu buðu upp á sýnikennslu á léttum réttum úr íslensku hráefni. Einnig var spunavinnsla úr ull í gangi, fræðsla um uppruna matarins og ræktun eigin matvæla. Á staðnum voru fulltrúar frá Garðyrkjufélagi Íslands, Lífrænu Íslandi, Landfræðideild Háskóla Íslands sem fjallaði meðal annars um ferðalag matarins og loks kynnti Biodice, félag um líffræðilega fjölbreytni, vistvænar og lífrænar lausnir í matvælaframleiðslu og ræktun,“ segir Dóra.

Ragna Erlingsdóttir frá R-rabarbara.

Hún segir að á laugardeginum hafi Garðskálinn breyst í líflegan matarmarkað þar sem Beint frá Býli og Samtök smáframleiðenda matvæla voru með fjölbreyttar afurðir til sölu. „Um 830 gestir komu á markaðinn og nutu þess að smakka, spjalla og versla beint frá framleiðendum. Rúnalist frá Stórhól í Skagafirði ásamt Drekagulli, voru með fjölbreytt handverk og mat, Háafell Geitfjársetur, Sólskinsbúðin frá Flúðum, Livefood vegan ostagerð, Rjómabúið Erpsstaðir, Útúrkú súkkulaðigerð, Hrísakot með geitaafurðir, R-rabarbari, Fine foods, Breiðargerði með lífrænt ræktað grænmeti og Svava sinnep voru öll á staðnum og tóku vel á móti fólki.“

Rabarbari um víða veröld
Þorgrímur Einar Guðbjartsson á
Erpsstöðum er skyrgerðarmaður.

Fyrirlestrar voru hluti af dagskránni og sköpuðu þeir, að sögn Dóru, áhugaverðar umræður um matarmenningu, minni sóun og súðbyrðinga. Bjarki Þór Sólmundarson sem rekur veitingastaðinn Hvönn í Skálholti var með fyrirlestur um hvernig markviss vinna með „zero waste“ hugsjón stuðlar að meiri gæðum. Nanna Rögnvaldardóttir var með skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um rabarbara um víða veröld, en fjölmörg yrki eru til og notkunin margvísleg. Borgarnáttúra leiddi fræðslugöngu um Grasagarðinn og Sigurbjörg Árnadóttir formaður Vitafélagsins strandmenningarfélags var með áhugavert erindi um súðbyrðingin og hefðir í bátasmíð en það er eina skráning Íslands á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns,“ segir Dóra.

Hún bætir við að Slow Food á Íslandi, ásamt Slow Food Bergen, Slow Food Mearre Sapmi, Slow Food á Ítalíu og Slow Food í Nígeríu sé að að vinna að umsókn tengda harðfisk og skreiðarmenningu þjóðanna.

„BragðaGarður 2025 sýndi enn og aftur að hægt er að tengja saman mat, menntun og samfélagsvitund á skapandi og skemmtilegan hátt – og að framtíðin er bragðmeiri þegar ungt fólk og smáframleiðendur fá að blómstra saman,“ segir Dóra að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...