Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Mynd / BÍ
Fréttir 4. nóvember 2022

Sleipnisbikarinn kominn á Hóla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands afhentu Háskólanum á Hólum Sleipnisbikarinn til varðveislu.

Verðlaunagripurinn er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt og hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti. Fyrstur til að hljóta verðlaunin var Skuggi frá Bjarnanesi á landbúnaðarsýningunni 1947. Í sumar var Sjóður frá Kirkjubæ verðlaunaður og var það í 26. skipti sem farandgripnum var úthlutað.

Bændasamtökin verða áfram eigendur gripsins en Háskólanum á Hólum verður falið að vernda bikarinn og hafa sýnilegan milli landsmóta. Hann verður varðveittur í sýningarsal Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Við afhendingu gripsins og undirskrift samnings um varðveislu hans var haldin athöfn á Hólum. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, fluttu ávörp í tilefni þess.

Þó svo að fyrsta afhending Sleipnisbikarsins hafi verið árið 1947 á Íslandi má rekja sögu hans aftur til 19. aldar. Á honum kemur fram að hann hafi verið smíðaður í London á valdatíma Viktoríu drottningar og fyrst veittur sem verðlaunagripur í kappreiðum árið 1857. Íslenskur útgerðarmaður keypti hann á uppboði í London á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og keyptu íslenska ríkið og Búnaðarfélag Íslands bikarinn af honum.

Verðmæti bikarsins er mikið, en hann er sérlega vandað handverk og búinn til úr fjórum kílóum af hreinu silfri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...