Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
TriVan sláturhús á hjólum.
TriVan sláturhús á hjólum.
Á faglegum nótum 17. september 2018

Sláturhús og vinnsla á hjólum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Nú er ekki lengur nauðsynlegt að keyra sláturgripi um langan veg í sláturhús. Í stað þess er nú hægt að koma með sláturhús á hjólum heim til bóndans eða veiðimannsins úti á mörkinni. 
 
Þetta fyrirbæri er nefnt TriVan Mobile Slaughter Trailer og hugmyndin kviknaði 2002. Þá setti Samvinnufélag bænda í San Juan-sýslu í Bandaríkjunum sér það markmið að slátra sjálft öllum sínum búfénaði. Var útbúið fullkomið sláturhús í gámavagni sem dreginn var af dráttarbíl á milli staða. Var þetta fyrsta færanlega trukkasláturhúsið sem hlaut samþykki landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna. 
 
Slátrun stórgripa og vinnsla er ekki vandamál.
 
Með 16 ára reynslu
 
Frá 2002 hefur TriVan trukka­sláturhúsið (Truck Body) verið notað víða og boðið þjónustu sína um alla Norður-Ameríku. Þannig hefur það verið notað við slátrun og vinnslu á hreindýrum í Alaska, nautgripum og kjúklingum í Kanada, við slátrun á buffalóum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og ýmsu öðru. 
Sláturhúsið hefur töluverða afkastagetu og hægt er að nota það þótt veðurfar sé slæmt. 
 
Boðið er upp á margs konar staðlaða hönnun sem og hönnun sem byggð er á séróskum hvers og eins. Þannig er hægt að nota færanlegar kjötvinnslur fyrir mikil afköst sem henta staðbundnum aðstæðum og einnig fyrir sjálfbæran búskap. 
 
Til sýnis í Washingtonríki
 
Framleiðendur bjóða viðskipta­vinum að koma og skoða TriVan Truck Body sláturhús og kjötvinnslur á 1.300 fermetra sýningarsvæði hjá Bob Lodder í Ferndale í Washington. Netfangið er blodder@trivan.com.  

8 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f