Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Mynd / smh
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Sláturhúsið var tekið í notkun um haustið 2014, en um lítið handverkssláturhús var að ræða sem hafði leyfi til slátrunar á allt að 100 kindum á dag.

Málið enn til rannsóknar

Sláturhúsið var í eigu þeirra Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum og í viðtali hér í blaðinu í lok árs 2015 sögðu þau að ákvörðunin um að reisa sláturhús hefði verið að gerjast með þeim alveg frá því að Sláturhús Suðurlands hætti slátrun á Kirkjubæjarklaustri, tíu árum áður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurlandi er málið til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar sem hefur farið á vettvang ásamt tæknideild. Metur lögreglan að altjón hafi orðið á húsnæðinu.

Enn er unnið að rannsókn málsins og ekki er vitað um upptök eldsins.

Húsið tilbúið undir slátrun

Erlendur og Þórunn gáfu út yfirlýsingu fyrir sláturtíðina í haust að vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkana Matvælastofnunar vegna þjónustu dýralækna í sláturhúsum yrði ekki slátrað hjá þeim. Þrátt fyrir að síðan hafi verið hætt við gjaldskrárhækkanirnar var ekki slátrað í Seglbúðum í síðustu sláturtíð.

Var sú skýring gefin að fyrirhuguð verðhækkun hafi verið blásin af of seint. Samkvæmt upplýsingum frá Seglbúðum var það til umræðu að hefja starfsemi næsta haust og hafi húsið verið tilbúið undir slátrun að nýju.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...