Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Mynd / Bbl
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í dag. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 31,4% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (34,4% miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 173 kr/kg milli ára.

Skúli Þórðarson, framkvæmdarstjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir að stjórn félagsins hafi talið sig knúin til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda. „Stjórn félagsins ákvað að hækka verðin þannig að sauðfjárbændur yrðu ekki fyrir launalækkun.“

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 18.7% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (24,2% sé miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 104 kr/kg.

Aðrar afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverðin fyrir árið 2022 en Kjarnafæði-Norðlenska gaf það út í febrúar að þeirra afurðaverð myndi hækka að lágmarki um 10%.

Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda, segir það sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega. „Þetta er skref í rétta átt og í fljótu bragði sýnist mér að með viðbótarstuðningi Ríkisins og verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga þá séum við að halda sjó milli ára. Við vonum að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfari.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...