Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sláttur fer fyrr af stað en vant er víðast hvar um landið. Hér má sjá eldri mynd af fallegum, slegnum túnum í Drangshlíðardal í Skógum.
Sláttur fer fyrr af stað en vant er víðast hvar um landið. Hér má sjá eldri mynd af fallegum, slegnum túnum í Drangshlíðardal í Skógum.
Mynd / Pixabay
Fréttir 4. júní 2025

Sláttur mun fyrr en vant er

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sláttur er hafinn á suðvestan- og vestanverðu landinu. Einnig í Skagafirði og styttist í slátt víðar um land. Þetta er óvenjusnemmt.

Laust eftir miðjan maí var sláttur hafinn í Borgarfirði, á NorðurReykjum í Hálsasveit. Segir í Skessuhorni að bændur þar á bæ, þau Kolbrún Sveinsdóttir og Bjartmar Hannesson, hafi oft verið með þeim fyrstu á landinu til að hefja slátt að vori. Þau hafi þó aldrei í sinni búskapartíð hafið slátt svo snemma sem 19. maí.

Ekki er farið að slá tún í Öræfum né í kringum Hornafjörð. Öðru máli gegnir um vestanvert Suðurland.

Slegið var á Syðra-Hóli undir Eyjafjöllum 24. maí. Sagði Konráð Gehringer Haraldsson, bóndi á SyðraHóli, í samtali við Morgunblaðið þetta vera í annað sinn í hans tíð sem heyskapur hæfist í maímánuði, en vanalega væri fyrsti sláttur ekki fyrr en um miðjan júní.

Svo sem kunnugt er eiga bændur undir Eyjafjöllum í óformlegri keppni um hver fyrstur verði til að slá og taldi Konráð sig fyrstan þetta vorið.

Einnig var haft eftir Hauki Marteinssyni, bónda á Kvíabóli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu, að verulega styttist í að sláttur gæti hafist í Þingeyjarsýslum. Staða gróðurs nú væri á við miðjan júní í meðalári.

Sláttur er hafinn í Skagafirði, m.a. á Páfastöðum.

Ekki er farið að slá tún á Austurlandi en tíðin hefur verið góð þar eins og víðar. Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði, segir þó að sláttur verði fyrr en venjulega. „Já, það er alveg klárt, ég hef aldrei séð túnin eins og þau eru núna á þessum tíma, en við vorum fegin að fá smá vætu síðustu daga.“ Sömu sögu sögðu bændur á Úthéraði og í Fossárdal á Mið-Austurlandi.

Þá sagði Ari Páll Ögmundsson, bóndi í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi, í samtali við Sunnlenska, að ef ekki snöggkólnaði á næstu dögum byggist hann við að fyrsti sláttur yrði í maí. Vanalega væri sláttur í fyrsta lagi um miðjan júní. Tíðin hefði verið slík í Flóanum að kúnum var hleypt út 18. maí og sé það fyrr en elstu menn muni.

Á Norðurlandi vestra er lambfé víða komið út en ekki fer sögum af slætti enn sem komið er. Gróður er þar þó mikið fyrr á ferðinni en verið hefur og því sýnt að sláttur hefjist óvenjusnemma. Bændur horfa til þess að fara að koma fé á afrétt.

Á Ströndum er sauðburður á seinni sprettinum en talsvert í slátt.

Jón Skúlason, bóndi á Gemlufalli í V-Ísafjarðarsýslu, segir eitt og eitt tún að verða slægt þar um slóðir en þó sé eitthvað í slátt enn.

Skylt efni: heyskapur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f