Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Terje Wester er framkvæmdastjóri sláturhússins og kjötvinnslunnar, sem nefnist Dalir Kjøtt.
Terje Wester er framkvæmdastjóri sláturhússins og kjötvinnslunnar, sem nefnist Dalir Kjøtt.
Mynd / Aðsend
Utan úr heimi 30. september 2025

Slátrun hafin í Guðbrandsdalnum á ný

Höfundur: Ásstvaldur Lárusson

Í Otta í Guðbrandsdalnum var nýtt sláturhús og kjötvinnsla tekin í notkun í september. Sveitarfélög og bændur á svæðinu löðuðu til sín einkaaðila eftir að samvinnufélagið Nortura lokaði sínu sláturhúsi í Otta fyrir nokkrum árum.

Terje Wester er framkvæmdastjóri sláturhússins og kjötvinnslunnar, sem nefnist Dalir Kjøtt. „Við erum staðsett í miðju Noregs milli Oslóar og Þrándheims. Í héraðinu er öflug framleiðsla á nauta- og lambakjöti,“ segir Wester. Við brotthvarf Nortura árið 2019 hafi stórt svæði verið fjarri næsta sláturhúsi og mörg störf glatast. „Þegar það gerðist kom sveitarstjórinn fram í fjölmiðlum og sendi hvatningu til aðila í kjötiðnaðinum og sagði að tekið yrði afar vel á móti þeim,“ segir Wester.

Bændur hluthafar í félaginu

 „Við fórum að kanna fýsileika sláturhússins árið 2020 og frá upphafi nutum við mikils stuðnings.“ Heimsfaraldur, stríð og verðbólga hafi hins vegar valdið töfum og eitt fyrirtækjanna sem tók þátt í undirbúningsvinnunni dróg sig út.

Fyrirtækið Jæder, sem er stór aðili í kjötvinnslu, hafi hins vegar fylgt verkefninu til enda og er nú 95 prósent eigandi að Dalir Kjøtt. Þá eru rúmlega 500 bændur og einstaklingar í nágrenninu sem eiga saman fimm prósent. „Fyrir Jæder skipti miklu máli að finna fyrir öflugum stuðningi úr héraðinu, bæði frá sveitarfélaginu og bændum, enda áhætta fyrir eitt fyrirtæki að leggjast í svo mikla fjárfestingu.“

Sveitarfélögin eiga fasteignirnar

Þar sem Nortura vildi ekki selja sláturhúsið sitt undir nýja starfsemi komu sveitarfélögin að því að kaupa nýja lóð sem sláturhúsið leigir. Þá hafi verið stofnað félag sem byggði og á fasteignirnar þar sem fjögur sveitarfélög deila 45 prósent eignarhluti á móti Jæder. Rekstur sláturhússins er í höndum Dalir Kjøtt, sem leigir allar fasteignirnar af áðurnefndu félagi.

„Í þessum hluta Noregs hafa mörg iðnfyrirtæki hætt starfsemi á undanförnum þremur áratugum. Því skortir atvinnu, en landbúnaðurinn stendur vel. Þetta er sennilega stærsta fjárfesting í atvinnulífinu hérna í þrjátíu ár og því mikilvægt fyrir alla sem búa á svæðinu.“

Rekjanleiki og ólíkir gæðaflokkar

Aðspurður hvað skilji Dalir Kjøtt frá öðrum sláturhúsum í Noregi segir Wester að langflest þeirra séu byggð á áttunda og níunda áratugnum, fyrir utan eitt sem var tekið í notkun árið 2010. Á undanförnum áratugum hafi verið mikil tækniþróun í framleiðsluaðferðum sem gefi Dalir Kjøtt færi á að skila af sér hráefni af bestu mögulegu gæðum. Enn fremur gefi tæknin færi á meiri dýravelferð.

 Wester segir Dalir Kjøtt miða við að ekki þurfi að flytja sláturgripi í meira en tvo klukkutíma, en flestir bændur sem nýti sér þjónustu sláturhússins búi í minna en klukkutíma fjarlægð. Áður hafi næstu sláturhús verið í þriggja til fimm tíma akstursfjarlægð. Dalir Kjøtt slátrar sauðfé og nautgripum og stefnir að því að ná fimm prósent markaðshlutdeild í framleiðslu slíkra afurða í Noregi. Vörurnar frá Dalir Kjøtt verða ferskt og óunnið kjöt.

Viðskiptavinir Dalir Kjøtt geta haft vissu um að kjötið á allt uppruna sinn á afmörkuðu svæði, þó svo að almennt sé ekki hægt að rekja það niður á einstaka bæi. Sláturhúsið vinnur jafnframt í samstarfi við smásöluaðila að því að bjóða kjöt af ólíkum gæðaflokkum. Wester hefur starfað í þessum bransa allan sinn starfsferil og hann segir að á undanförnum árum séu viðskiptavinirnir farnir að gera sterkari kröfu um að vita uppruna kjötsins og að dýravelferð sé sinnt. Það gefi Dalir Kjøtt ákveðið forskot á aðra framleiðendur sem ýmist hafa ekki aðstöðu eða áhuga á að bæta rekjanleika.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...