Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helminginn í Sláturhúsi Kaupfélags Vestur Húnvetninga á Hvammstanga á móti Kaupfélagi Skagfirðinga.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helminginn í Sláturhúsi Kaupfélags Vestur Húnvetninga á Hvammstanga á móti Kaupfélagi Skagfirðinga.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður með svipuðu sniði á þessu ári og verið hefur.

Þórunn Ýr Elíasdóttir.

Ákvörðun um að hætt yrði að slátra á Hvammstanga hafði aldrei formlega verið tekin en áform voru uppi um að slátruninni yrði hætt þar, sem liður í hagræðingu vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska.

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helming í SKVH á móti KS. Þórunn Ýr Elíasdóttir kaupfélagsstjóri segir að áformin hafi gert ráð fyrir að kjötvinnsla yrði eingöngu eftir á Hvammstanga, en umfang starfseminnar myndi frekar aukast og stöðugildum fjölgað. Í venjulegri sláturtíð starfi þar um 130 manns. Líklega hefði þjónusta við sauðfjárbændur þó verið skert, með tilheyrandi flutningi á sláturgripum um lengri veg í önnur starfandi sláturhús.

Góður rekstur frá 2006

Í ljósi þess að sameiningin sé ekki heimil – og áform stjórnvalda sé að breyta búvörulögum til fyrra horfs með virkum samkeppnisákvæðum kjötafurðastöðva – þá haldi óbreytt starfsemi þeirra á Hvammstanga bara áfram. „Reksturinn okkar hefur í raun verið góður frá því að sú hagræðing varð að KS keypti helminginn í okkar sláturhúsi árið 2006. Alveg fram að árinu 2024 þegar afurðaverð til bænda hækkar talsvert umfram vöruverð og 60 milljóna króna taprekstur verður hjá okkur. Það stefnir svo í áframhaldandi taprekstur á þessu ári, einfaldlega vegna þess að við náum ekki að koma þessum afurðaverðshækkunum inn í verðlag á kindakjötinu. En svo vonumst við til að geta farið að snúa rekstrarþróuninni við í hægum skrefum,“ segir Þórunn. 

Hún segir að vegna sérstöðu SKVH, að vera eingöngu í sauðfjárslátrun, hafi náðst þessi góði árangur hjá þeim í rekstri fram að þessu ólíkt öðrum sláturhúsum. „En það er að ýmsu að hyggja, við viljum auðvitað hag okkar bænda sem bestan en um leið getum við ekki hækkað vöruverð nægilega án þess að skerða sölumöguleika okkar afurða. Til marks um þennan vanda þá held ég að hægt sé að segja að við séum fyrst núna að ná að hækka vöruverðið til samræmis við þær afurðaverðshækkanir sem urðu árið 2023.“

Bændur í meirihlutaeigu

Þórunn játar því að það sé gott að halda sauðfjárslátruninni eftir á Hvammstanga enda sé héraðið mikilvægt sauðfjárræktinni í landinu. Hún segir þróun mála varðandi breytingarnar á búvörulögum, þar sem kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum, vera áfellisdóm yfir stjórnsýslunni eftir að lögin voru dæmd ólögleg í Héraðsdómi Reykjavíkur.

„Þetta mál var bara illa unnið að öllu leyti. Ef fyrirhugaðar breytingar hefðu orðið að veruleika hefði það hins vegar ekki komið niður á umfangi starfseminnar hjá okkur þótt slátrunin hefði færst annað. Bændur eru í meirihlutaeigu á kaupfélaginu sem á sláturhúsið til jafns við KS, þannig að þær breytingar hefðu aldrei orðið í óþökk þeirra.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f