Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Fréttir 20. október 2015

Slátra hefur þurft milljónum gripa frá 1985 vegna kúariðu í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hinn 1. október bárust fregnir af því í Bretlandi að greinst hafi kúa­riða (mad cow disease) á bæ einum í Wales. Aðeins eru tvö ár síðan síðasta tilfelli kom upp og frá 1985 hafa drepist um 180.000 nautgripir úr sjúkdómnum og slátra hefur þurft milljónum gripa. 
 
Kúariðan sem greindist í Wales fannst við reglubundna skoðun þar sem dánarorsök allra gripa sem drepast eftir að hafa ná fjögurra ára aldri eru rannsökuð vegna kúariðu.  
 
Heilbrigðisyfirvöld í Wales segja enga hættu á ferðum fyrir almenning þar sem um einangrað tilvik sé að ræða og gripurinn hafi ekki komist inn í matvælakeðjuna. Rebecca Evans, landbúnaðar- og matvælaráðherra Wales, segir að greining á þessu kúariðutilfelli sýni að það varúðarkerfi sem sett hafi verið upp í landinu sé að virka vel.
 
Afbrigði af kúariðunni sem nefnist Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn getur lagst illa á menn og er talinn smitast við neyslu á sýktu kjöti. Nærri 200 manns létust úr þessum sjúkdómi í Bretlandi eftir neyslu á sýktu nautakjöti á árunum 1985 til 1986. Fjöldi tilfella um kúariðu hefur komið upp í landinu síðan sem leitt hefur til þess að þurft hefur að slátra milljónum gripa með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið. 
Engin þekkt lækning er til við sjúkdómnum og er hann í öllum tilvikum banvænn. Lýsir hann sér í minnisleysi, óstöðugleika (riðu), þvoglumæltum málrómi, sjóntruflunum, blindu, skrykkjóttu göngulagi og skertri hreyfigetu.

Skylt efni: kúariða

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...