Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stöðvarhús um jarðhitaholu tvö að Hæðarenda í Grímsnesi. Holan var boruð árið 1983 en í vatninu var gas sem reyndist vera nær hrein kolsýra sem meðal annars er notuð í ylrækt og gosdrykkjaframleiðslu.
Stöðvarhús um jarðhitaholu tvö að Hæðarenda í Grímsnesi. Holan var boruð árið 1983 en í vatninu var gas sem reyndist vera nær hrein kolsýra sem meðal annars er notuð í ylrækt og gosdrykkjaframleiðslu.
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda jarðarinnar.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var fjallað um koltvísýringsskort í garðyrkju, en ylræktarframleiðendur halda því fram að fyrirtækið Linde Gas notfæri sér markaðsráðandi stöðu sína á vafasaman hátt með skeytingarleysi gagnvart garðyrkjuframleiðslunni. Þannig fái bændur ekki afhent það magn af koltvísýringi sem þeir hafi skuldbundið sig til að kaupa frá fyrirtækinu og afhending þess hafi verið gloppótt.

Haft er eftirAxel Sæland, formanni búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, að fyrirtækið vitni yfirleitt í að sú borhola sem Linde Gas hefur verið að vinna úr hér á landi sé ekki að sinna því sem vonast var eftir. Því grípi fyrirtækið til innflutnings með tilheyrandi aukakostnaði.

Sigurður Karl Jónsson er eigandi jarðarinnar Hæðarenda. Samkvæmt leigusamningi sem gildir til ársloka 2064 hefur Linde Gas allan nýtingarrétt á kolsýru á jörðinni Hæðarenda í því magni sem fyrirtækið hefur þörf á hverju sinni. Samkvæmt samningnum er Sigurði sjálfum óheimilt með öllu að nýta kolsýruna, framselja rétt til nýtingar eða heimila öðrum nýtingu.

Svona er umhorfs í stöðvarhúsi um holu tvö, en vinnslu kolsýru úr henni var hætt í vetur.

Ekki til varahlutir í varmaskipti

Kolsýra var unnin úr tveimur holum, sem kallaðar eru númer tvö og númer sjö, þar til í vetur.

„Það er bara ein hola í gangi og einn varmaskiptir. Áður voru tvær holur og fjórir varmaskiptar. Ég átti fund með þeim í vetur og varaði þá við að hola tvö, sú sem boruð var árið 1983, sýndi merki um að vera orðin léleg. Einnig að varmaskiptir á holu sjö væri of lítill og það þyrfti að setja upp annan. Innan við viku síðar fellur hola tvö og varmaskiptir á holu sjö bilar. Ekki voru til varahlutir í varmaskiptinn. Þess vegna stöðvaðist framleiðsla hér í um þrjá mánuði,“ segir Sigurður.

Litli varmaskiptirinn í holu sjö, sem er eina virka vinnsluholan á Hæðarenda í dag. Eftir að hann bilaði stöðvaðist kolsýruframleiðsla þar í um þrjá mánuði.

Bora þarf fleiri holur

Hann segir að auðlindin á Hæðarenda gæti með góðu móti framleitt ríflega landsþörf af koltvísýringi. Það sé hins vegar á ábyrgð fyrirtækisins Linde Gas að viðhalda holunum og þar með framleiðslu kolsýru á jörðinni.

„Ástandið hér er einfaldlega ekki í lagi,“ segir Sigurður og vísar til mynda sem hann sendi Bændablaðinu. „Það þarf að bora fleiri jarðhitaholur og það fyrir löngu síðan, til þess að tryggja örugga framleiðslu.“

John Olander, forstjóri Linde Gas á Íslandi, kaus að bregðast ekki við þeirri gagnrýni garðyrkjubænda sem fram hefur komið í Bændablaðinu þegar eftir því var leitað.

Samkvæmt Sigurði Karli greiðir Linde Gas honum tæpar 3 krónur fyrir hvert kíló af kolsýru sem það vinnur ásamt því að útvega honum vatn í hitaveitu. Listaverð á matvælavottaðri fljótandi kolsýru hjá Linde Gas er 114,87 krónur fyrir hvert kíló án vsk.

Skylt efni: Linde Gas | kolsýruvinnsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f