Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
BSE vill vita hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. mars 2021

Skýrt verði hver er handhafi kolefnisbindingar skóga í samningum bænda við Skógræktina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það þarf að skýra það í samningum bænda við skógrækt ríkisins að bændur séu handhafar þeirra kolefniseininga sem skógrækt þeirra bindur og stjórni alfarið nýtingu þeirra,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ á dögunum.

Skorar fundurinn á umhverfis- og auðlindaráðherra að skýra sem fyrst hver sé handhafi kolefnisbindingar skóga sem ræktaðir eru í gegnum samninga bænda við skógrækt ríkisins.

Ríkið greiði hluta kostnaðar við fornleifaskráningu á skógræktarsvæðum

Aðalfundurinn skorar einnig á sama ráðherra að beita sér fyrir því að íslenska ríkið taki á sig kostnað vegna skráninga fornminja við skipulagningu á skógræktarsvæðum að hluta til eða öllu leyti.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að aukin kolefnisbinding sé nauðsynleg til að íslenska ríkið geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum að slæmt sé að mikill kostnaður landeigenda við skráningu fornminja sé farinn að standa í vegi fyrir því að skógræktarsvæði séu skipulögð.

„Ef ríkið tæki á sig þennan kostnað að hluta eða öllu leyti er ljóst að það myndi flýta fyrir aukinni skógrækt og þar af leiðandi aukinni bindingu á kolefni,“ segir í greinargerðinni.

Ólíðandi að sitja undir enda­lausum áróðri hagsmunaafla

Þá var einnig samþykkt tillaga á aðalfundi BSE þar sem stjórn Bændasamtaka Íslands var hvött til að láta rannsaka og reikna út íslenska staðla fyrir kolefnisbindingu íslensks landbúnaðar, úr íslensku umhverfi þar sem gróið land og túnrækt fái rétta niðurstöðu um bindingu kolefnis í jarðvegi.

Einnig verði reiknuð út losun á allri íslenskri framleiðslu landbúnaðarvara miðað við íslenskan raunveruleika og að óheimilt verði að nota erlenda staðla. Þá vill BSE að Bændasamtökin annist frekari út­færslu á málinu og feli RML að vinna verkefnið.

Fram kemur í tillögu með þessari greinargerð að alltof oft hafi komið fram óvandaðar og rangar fullyrðingar um íslenskan landbúnað í umræðunni um loftslagsmál. Bændur verði að taka málið í sínar hendur og vera skrefinu á undan og stýra umræðunni.

„Það er með öllu ólíðandi fyrir landbúnaðinn að sitja undir endalausum áróðri hagsmunaafla, sem oft og tíðum nota erlenda staðla sem ekki eiga við hér á landi,“ segir í greinargerðinni. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...