Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skylda að hafa alifugla innandyra
Fréttir 15. nóvember 2022

Skylda að hafa alifugla innandyra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með 7. nóvember næstkomandi er öllum alifuglabúum á Englandi skylt að hafa alla fugla innan dyra þar til annað verður tilkynnt. Ástæða þess er að útbreiðsla fuglaflensu hefur aldrei verið meiri á Bretlandseyjum.

Í nýliðnum október greindust yfir 200 tilfelli af fuglaflensu, á alifuglabúum og í villtum fuglum, á Bretlandseyjum, sem er mestur fjöldi tilfella sem greinst hefur í einum mánuði til þessa. Vegna hraðrar útbreiðslu flensunnar hafa yfirvöld ákveðið að fyrirskipa öllum fuglahöldurum, bæði alifugla og fugla sem gæludýr, að halda þeim innandyra.

Tryggja þarf velferð dýranna innandyra

Yfirdýralæknir á Bretlandseyjum hvetur forstöðumenn alifuglabúa til að gera ráðstafanir til að tryggja velferð dýranna innandyra og að hafa samband við dýralækna komi upp einhver vandamál í tengslum við nýju reglurnar.

Þrátt fyrir að fuglaflensa sé mjög smitandi meðal fugla hafa yfirvöld gefið út að hún sé ekki hættuleg mönnum. Starfsmaður kjúklingabús á Spáni greindist með fuglaflensu í lok september. Þar með hefur hún tvisvar greinst í mönnum í Evrópu, en fyrra skiptið var á Bretlandi í desember 2021. Auk þess sem flensan hefur greinst í starfsmönnum fuglabúa í Asíu. Í öllum tilfellum hafa hinir smituðu fengið veiruna við meðhöndlun á sýktum fuglum.

Í yfirlýsingu yfirdýralæknis á Bretlandseyjum segir að útbreiðsla flensunnar í landinu hafi aldrei verið meiri en núna og að vænlegasta leiðin til að ráða niðurlögum hennar sé með því að aðgreina alifugla sem mest frá villtum fuglum og að halda alifugla í sem mest aðgreindum hópum til að koma í veg fyrir smit breiðst út komi það upp.

Líklegt að verð á alifuglakjöti hækki

Talsmenn alifuglaframleiðenda á Bretlandseyjum hafa í kjölfar nýju reglnanna varað við að þær geti leitt til skorts á kalkúnakjöti og hækki verð um næstu jól enda hefur nú þegar þurft að farga yfir þremur milljónum kalkúna vegna flensunnar undanfarnar vikur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...