Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Frímann Stefánsson.
Frímann Stefánsson.
Líf og starf 31. janúar 2025

Skrímsl á landsliðsæfingu

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

„Hér er eitt skrímslaspil frá æfingamótinu.“ Þannig hóf Frímann Stefánsson, stórmeistari að norðan, sögu sína eftir að hafa veitt landsliðspörum keppni á æfingu nýverið. Upp kom ansi öflug hönd og Frímann þurfti að taka ákvörðun.

Norður gefur, allir á hættu. Allt spilið:

Frímann tók upp norðurspilin, sem vel má líkja við skrímsl, af fegurri gerðinni kannski. Hvaða opnunarsögn myndu lesendur Bændablaðsins velja til að hefja leik í norður? Vel þarf að vanda til verka, því ekki er víst að mikið svigrúm gefist til vísindalegra rannsókna í næstu sagnhringjum!

Að minnsta kosti einn spilari á landsliðsæfingunni valdi að opna á ásaspurningu sem spyr um sérstaka ása. Þá er svarað ásalitnum ef ás er að finna. Dæmi: Ef spilari á spaðaás, meldar hann 5 spaða við opnun á 4 gröndum. Sá sem á engan ás meldar 5 lauf sem þýðir að ef svarhönd á laufás verður hún að melda 6 lauf. Og ef þannig vill til að svarhönd eigi tvo ása er svarað á fimm gröndum.

Sjálfur valdi Frímann að opna á 6 tíglum sem hefði skilað 1370 kalli á hættunni ef andstaðan hefði ekki hólkað sér í 6 spaða fórn. Aðeins +500 í NS.

Á hinum borðunum var ýmist opnað á einum tígli, sterku laufi eða sterkum tveimur. En á einu borði var opnað á 4NT „specific aces“ líkt og fyrr segir. Hér vill norður nefnilega vita hvaða ás makker á. Það skiptir öllu.

Eða var það kannski ekki þannig?

Einn spilari slysaðist í 7 tígla. Andstaðan engdist en spilaði svo út „vitlausum“ ás. 2140 í húsi!

Veizla handan við hornið

„Þetta er einhver besta þátttaka hér innanlands sem við munum eftir fyrir Briddshátíð,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands.

Briddsveislan ógurlega hefst í lok janúar, Reykjavik Bridge Festival. Íhaldssamir Íslendingar kalla mótið einfaldlega Briddshátíð, en spilað er í Hörpu líkt og síðari ár. Munu kannski færri komast að en vilja, svo mikil er þátttakan. Fyrst er tveggja daga tvímenningur, svo tveggja daga sveitakeppni. Margir sterkir erlendir spilarar koma á mótið. Áður en Briddshátíð fer fram verður haldið ofurmót í Hörpu með nokkrum af bestu spilurum heims.

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...