Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skrefagjald innleitt
Mynd / ál
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Heimilt er að leggja það á íbúa í þeim tilfellum þar sem draga þarf sorpílát meira en tíu metra að lóðarmörkum til losunar í hirðubíl. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.

Þetta nýja gjald var samþykkt af bæjarstjórn í september 2023, en ákveðið var að gefa íbúum færi á að grípa til ráðstafana í sumar. Tilgangur breytinganna er að bæta aðstæður sorphirðufólks og gera losunina skilvirkari.

Gjaldið samsvarar 50 prósent álagi á sorphirðugjald hvers íláts. Kostnaður við hefðbundið 240 lítra ílát hækkar því úr 25.700 krónum á ári í 38.550 krónur. Sveitarfélagið vill jafnframt vekja athygli á samþykktum sem varða aðgengi að sorpílátum. Í þeim segir meðal annars að ekki megi staðsetja ílát sem eru 40 kíló eða þyngri þannig að sorphirðufólk þurfi að fara með þau um tröppur eða mikinn hæðarmun á lóð.

Skylt efni: Ísafjörður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...