Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Höfundur: Hönnun: Margrét Jónsdóttir

Stærð: S-M-L

Efni: 50 g Þingborgarlopi eða annar lopi í aðallit u.þ.b. 8-10 metrar af fjórum litum í mynstur

Prjónar: Hringprjónar nr. 3.5 og 5 40 eða 50 sm langir Sokkarprjónar nr. 5 Saumnál

Aðferð: Húfan er prjónuð í hring, stroff er prjónað 2 sléttar og 2 brugðnar, að öðru leyti er húfan prjónuð slétt.

Húfan: Fitjið upp með aðallit 80-84-88 lykkjur á hringprjóna nr 3.5 og prjónið stroff 5 sm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið mynstur og raðið litum að vild. Mynstur byrjar á tveimur umferðum í aðallit og síðan kemur fyrsti litur. Prjónið 3 lykkjur með lit og takið fjórðu lykkjuna óprjónaða (aðallitur), endurtekið út umferð. Í næstu tveimur umferðum af lit heldur þessi lykkja áfram að vera óprjónuð. Þegar prjónaður er aðallitur þar á eftir prjónast hún eins og venjulega. Endurtakið þetta í hinum litunum, fjórða hver lykkja er alltaf tekin óprjónuð þegar litur er prjónaður en prjónuð með í aðallitnum. Með þessu móti er mynstrið eins og tvílita mynstur án þess að þurfa að prjóna tvo liti í einu. Eftir að mynstri lýkur prjónið 5-6-7 umferðir með aðallit áður en úrtaka byrjar.

Úrtaka: Tekið er úr með hringúrtöku þar sem tekið er úr 6 X í hringnum með jöfnu millibili. Í hverri einingu af úrtöku í stærð S eru 4 X 13 lykkjur og 2 X 14 lykkjur. Í stærð M eru 14 lykkjur í hverri einingu af úrtöku. Í stærð L eru 4 X 15 lykkjur og 2 x 14 lykkjur í hverri einingu af úrtöku. Tekið er úr í byrjun hverrar einingar með því að prj saman 2 lykkjur og prjóna síðan þær sem eftir eru. Við hverja úrtöku fækkar lykkjunum um 1 lykkju í hverri einingu. Í fyrstu 6 umferðum af úrtöku er prjónuð 1 umferð á milli án úrtöku, síðan er tekið úr í hverri umferð þar til 12 lykkjur eru eftir á prjónunum. Þegar hringprjónninn er orðinn of stuttur er skipt yfir á sokkaprjónana. Að síðustu er þrætt í gegnum lykkjurnar 12 með nálinni og gengið vel frá endanum og öðrum endum.

Þvoið að síðustu húfuna í volgu vatni og með góðri ullarsápu eða sjampói, skolið vel, kreistið vatnið úr og leggið til þerris.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...